Skírnir - 01.04.2000, Side 165
SKÍRNIR
RÖKIN FYRIR VEIÐIGJALDI
159
Lagaleg rök fyrir veiðigjaldi
Formælendur veiðigjalds kunna að svara þessum hagfræðirökum
á þá leið, að málið sé einfalt. Það snúist ekki um hagfræði, heldur
lögfræði - ekki um hagkvæmni, heldur eignarrétt. Þjóðin eigi
fiskimiðin, og útgerðarmenn verði að greiða henni eðlilegt verð
fyrir nýtingu þeirra. Veiðigjaldið sé ekkert annað en slíkt verð,
sambærilegt við leiguna, sem maður greiðir fyrir að fá að búa í
íbúð annars manns. Fram á áttunda áratug hafi hafið verið al-
menningur, opið öllum Islendingum, en nú hafi fiskimiðunum
verið lokað fyrir öðrum en handhöfum kvótanna. Hér eru á ferð
þrjú álitamál: Jafngilti fyrri réttur almennings til veiða eignarrétti,
sem tekinn hafi verið af honum og færður útgerðarmönnum,
handhöfum kvóta? Hvað merkir ákvæði laga um, að nytjastofnar
á Islandsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar? Hvers eðlis
eru kvótarnir, sem úthlutað var eftir veiðireynslu, frá lagalegu
sjónarmiði séð? Lítum á þessi þrjú álitamál. Hafið var vissulega
opið öllum almenningi, áður en kvótakerfið var tekið upp. Raun-
ar eru ákvæði Jónsbókar um þetta enn í gildi og því einhver hin
elstu og arfhelgustu lög, sem Islendingar búa við: „Allir menn
eiga að veiða fyrir utan netlög [115 m undan landi] að ósekju.“16
En nær allir eru sammála um það, að almenningsheill hafi krafist
þess, að aðgangur að fiskimiðum væri takmarkaður: Ótakmark-
aður aðgangur að takmörkuðum gæðum hefur jafnan í för með
sér meiri nýtingu þeirra en hagkvæmast getur talist og jafnvel
rányrkju. Réttur allra Islendinga til að veiða fisk fyrir daga kvóta-
kerfisins var ekki eignarréttur, því að fiskistofnarnir voru þá í
einskis manns eigu. Kvótakerfið jafngilti þess vegna alls ekki því,
að réttur væri tekinn af öllum Islendingum og færður handhöfum
kvótanna, heldur, að eignarréttur eða einkanýtingarréttur var
myndaður á gæðum, sem áður höfðu ekki verið undirorpin neins
konar eignarrétti, í því skyni að tryggja skynsamlega nýtingu
þeirra gæða. Sá réttur, sem allir höfðu haft til veiða áður, gat ekki
verið réttur til að skaða aðra með ofveiði. Lykilorðið í málsgrein
Jónsbókar er „að ósekju“. Þegar tvöfalt fleiri bátar voru að landa
16 Jónsbók, útg. Ólafur Halldórsson (1904, 2. pr. 1970, með formála eftir Gunnar
Thoroddsen, Odense Universitetsforlag, Óðinsvéum), 61. kap., 196-97.