Skírnir - 01.04.2000, Page 191
SKÍRNIR
SOVÉTTENGSL SÓSÍALISTA
185
inn hve náin og vinsamleg sambönd sósíalistaleiðtoganna voru í
austurveg, og hvert kapp Einar Olgeirsson lagði á að halda þeim,
verður sú afsökun fylgismanna þeirra að þeir hafi ekkert vitað
stöðugt vandræðalegri. Moskvutengslin voru svo snar þáttur í
daglegu starfi formanns flokksins að það er afskaplega erfitt að
taka mark á því að fæstir í kringum hann hafi vitað nokkuð um
þau. Líklegra er að þeir hafi ekkert viljað vita, en það léttir ekki af
þeim ábyrgðinni á því sem þeir létu viðgangast.
En þessi hlið sögunnar er ekki sú mikilvægasta eða merkileg-
asta. Á síðustu árum, eftir því sem fjarlægðin eykst á atburði og
leiðtoga 20. aldarinnar, verður fordæmingin á framferði þeirra
veigaminni þáttur í allri umfjöllun um þá. Sagnfræðilegur áhugi
beinist fremur að því að skýra og skilja orsakatengsl, áhrif og af-
leiðingar. Það sama gildir að mínu mati þegar við horfum á Sósí-
alistaflokkinn og hlut hans í stjórn landsins um 30 ára skeið, frá
1938 til 1968.
Viðskipti Islands og Sovétríkjanna voru lengi hluti af kjölfestu
íslensks efnahagslífs og utanríkisverslunar. En markmið íslend-
inga annars vegar og Sovétmanna hins vegar voru ekki alltaf þau
sömu. Hlutverk Sósíalistaflokksins í þessum viðskiptum var
stundum minna, stundum meira, en leiðtogar sósíalista lögðu gíf-
urlegt kapp á að tengja gengi flokksins við sovétviðskipti. Það
sama gerðu leiðtogar hinna flokkanna í viðræðum sínum við full-
trúa vestrænna ríkja. Mikilvægi sovétviðskipta fyrir sósíalista á
íslandi mátti því nota hvort heldur sem var til að hræða vestræna
bandamenn eða til að brýna fyrir Sovétmönnum að halda við-
skiptum áfram, og auka þau, hvernig svo sem pólitískir vindar
blésu á íslandi.
Það er hér sem mikilvægustu spurningarnar vakna um sam-
böndin við Sovétríkin á kaldastríðsárunum. Siðferðisdómar um
sovéttengsl eða sovétferðir og hneykslun á þeim er ekki sérstak-
lega áhugaverð þegar öllu er á botninn hvolft. Það sem er áhuga-
vert er að sjá áhrif sovéttengsla á stjórnkerfi landsins og pólitíska
þróun, þar með talda þróun vinstrihreyfingarinnar í landinu.