Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.2000, Síða 196

Skírnir - 01.04.2000, Síða 196
190 TERRY GUNNELL SKlRNIR (allt er séð með þeirra augum), hins vegar búa þursarnir á „fjarlægu, en þó ekki óyfirstíganlega fjarlægu, landsvæði einhvers staðar í austrinu" (52)’ , Þrátt fyrir yfirlýst markmið sitt að forðast tvíhliða andstæður, gengst Clunies Ross við því síðar í bókinni að flestar norrænar goðsagnir bygg- ist upp á átökum guða og jötna. Hún dýpkar hins vegar þessar andstæð- ur: hinir fornu, sterku og hyggnu jötnar eru taldir endurspegla náttúru- öflin og þar með einnig hið kvenlega (sjá Ortner 1974), en það er talið fela í sér aðgerðaleysi og íhaldssemi, náttúrlega sköpun og náttúrlegan dauða (og þar með bæði tímann og forlögin). I augum guðanna (sem eru helsti sjónarhóll okkar) eru þetta einkenni ákveðinnar óreiðu sem þarfn- ast karllegrar stjórnunar. Hinir skynsömu, klóku og skapandi guðir eru þannig fulltrúar karllegra gilda menningarinnar sem mynduð er úr hrá- efnum náttúrunnar, reglufestu, eilífs andlegs lífs og athafnasemi. Ein- hvers staðar þarna á milli eru dvergar, álfar og vanir, en slík flokkun er óþrjótandi uppspretta vandamála vilji menn fara þessa túlkunarleið. Næst flokkar og rannsakar Clunies Ross þau margvíslegu samskipti sem eiga sér stað milli þessara hópa í einstökum goðsögnum (og þar með hugtök sem þau standa fyrir), og þau ráð sem brugðið er á til að tryggja yfirburði eins hópsins yfir öðrum. Áhersla er lögð á oft og tíðum óheið- arlegar aðferðir guðanna við að viðhalda félagslegu stigveldi í beinan karllegg, þar sem æsir vinna þrotlaust að því að halda lægri stéttunum, vönum og jötnum, undirgefnum. Eins og Clunies Ross bendir á (88-93 og 102) endurspeglar þetta félagsleg viðhorf og framkomu ráðandi afla gagnvart hinum lægra settu á Islandi þrettándu aldar. Undir fyrirsögninni „Neikvæð gagnverkun“ („Negative reciprocity", sem tengt er hugmyndum Sahlins 1965) fjallar Clunies Ross um þær goðsagnir sem snúast um samskipti miðjunnar (þar sem guðirnir búa) og útjaðranna (þar sem jötnarnir búa). Fyrstu gerð goðsagna af þessu tagi finnum við í Þrymskviðu og Alvíssmálum, í lýsingu Snorra á viðureign Þórs og Hrungnis, frelsun Iðunnar frá Þjaza, og leit Skaða að friðþæg- ingu eftir dauða Þjaza. Allar lýsa þær tilraunum jötnanna til að komast yfir eitthvað sem er í eigu guðanna (venjulega kvenkyns veru úr hópi þeirra, t.d. Freyju, Þrúði eða Iðunni). Þess háttar athafnir eru augljóslega álitnar óréttmætar og eru því nánast alltaf dæmdar til að mistakast (75-76). Hins vegar er það tekið gott og gilt þegar guðirnir fara til heim- kynna jötnanna til að endurheimta ýmsan „varning“, drepa jötna (sem aðferð til þess hafa stjórn á fólksfjölda: 103 og 105), samrekkja jötna- meyjum og/eða komast yfir ýmiss konar auð sem þær hafa aðgang að (100), eða einfaldlega til að auka þekkingu sína. Guðirnir þurfa óneitan- lega að komast af, og hinum stolna náttúruauð er ávallt breytt í „menn- ingarafurðir“. Þetta hegðunarmynstur endurspeglar greinilega þörf guðanna til að viðhalda stöðu sinni í öðrum „þremur meginflokkum ímyndaðra vera“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244
Síða 245
Síða 246

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.