Skírnir - 01.04.2000, Síða 197
SKÍRNIR
ENN ER RÝNT í GULLNAR TÖFLUR
191
(89) sem í þessu tilfelli eru æsir, vanir og jötnar, en Clunies Ross gerir
ráð fyrir því að samskipti þeirra og mægðir lúti ákveðnum samfélagsregl-
um. Æsir mega samrekkja og eiga lausaleiksbörn með vönum eða jötna-
meyjum (57—58)4 en bæði vönum og jötnum er fyrirmunað að giftast
ásunum. Samkvæmt Snorra var vönum gert að láta af sifjaspelli í fram-
haldi af friðarsamkomulagi þeirra við æsi. Þeim er samt sem áður
„óheimilt að giftast ásynjum", segir Clunies Ross. Af þessum sökum eru
karlkyns vanir (Njörður og Freyr) nauðbeygðir til að leita sér kvonfangs
meðal jötna. Þau sambönd eru á hinn bóginn dauðadæmd (58, sjá einnig
95-101 og 212-213 um vani).5 Æsirnir sjálfir mega aðeins giftast inn-
byrðis og því er Baldur (sonur Óðins og Friggjar) einn af fáum fullkom-
lega löghlýðnum ásum.
Seinni hluti þessarar röksemdafærslu er að sjálfsögðu mjög snúinn,
og ekki síst vegna þess að vanir eru oft kallaðir æsir: Freyja er jafnan
sögð vera „ásynja“, og Njörður verður að vera ás til að mega taka þátt í
keppninni um fallegustu fótleggina, sem haldin er í tilefni þess að Skaði á
að velja sér eiginmann. Eftir því sem ég best veit er því hvergi haldið
fram að vönum sé óheimilt að giftast ásum, eða að þeir hafi á nokkurn
hátt hugleitt að taka sér ásynjur fyrir konur. Því má heldur ekki gleyma
að Skírnismál (heimild Snorra) minnist hvorki á brúðkaup Freys og
Gerðar né að Gerður hafi flust til heimkynna goðanna. Freyr virðist hafa
haft meiri áhuga á ástarfundi í skógarlundinum Barra en hjónabandi.
Æsir voru sennilega engu betri en vanir þegar kom að því að virða bann-
ið við sifjaspelli. Clunies Ross segir (100 og 105) að ásum hafi einungis
verið heimilt að giftast innbyrðis eftir fæðingu Óðins, Vila og Vés, sem
voru synir Bors og Bestlu. Ef svo er, hlýtur að hafa verið mikið um
skyldraræktun. Þó að fátt komi fram í heimildum um bakgrunn eða ætt
Fjörgyns, föður Friggjar (var hann jötunn eða nátengdur Óðni?), er vert
að taka eftir því að Snorri kveður Jörð, sem gat Þór með Óðni, vera bæði
dóttur Óðins og eiginkonu (Gylfaginning. Snorri Sturluson 1926:16).
Það er með öðrum orðum vafasamt hvort unnt sé að draga svo víðtækar
ályktanir um goðsagnaefnið í heild sinni, eins og nánar verður rætt síðar.
Hér er hins vegar ekki verið að draga úr almennu mynstri neikvæðrar
gagnverkunar, eins og hverjum lesanda/áheyranda hefði verið ljóst og
hlýtur, eins og Clunies Ross bendir líka á, að hafa leitt til sama ójafnvæg-
is og spennu innan goðsagnaheimsins og á Islandi á þrettándu öld.
4 Sem svar við því að goðin hafi stundum verið sögð giftast jötnameyjum, til dæmis
þegar Óðinn er sagður hafa gifst bæði Skaða og Jörð (sem annars staðar eru báðar
sagðar tilheyra goðunum), segir Clunies Ross einfaldlega að heimildirnar séu
myrkar í máli, og að „spurningin um hver hafi eða hver hafi ekki tilheyrt samfé-
lagi ásanna hafi verið háð sveigjanleika og ónákvæmni" (58).
5 Vanir eru álitnir óhæfari en æsir því að þeir kunna ekki að færa sér gísla sína,
Hæni (hugsun) og Mími (minni), í nyt (96—97).