Skírnir - 01.04.2000, Blaðsíða 202
196
TERRY GUNNELL
SKÍRNIR
Heimskringlu I, 168).10 Þá var dóttir Þjaza einnig talin þess verð að fá
föðurbætur frá guðunum þegar faðir hennar var drepinn yfir veggjum
Ásgarðs (ekkert annað afkvæmi jötna fær slíkar bætur, ekki einu sinni
börn hins hlunnfarna borgarsmiðs). Clunies Ross vekur reyndar athygli
á að Skaði sé hugsanlega lokkuð af guðunum til að giftast Nirði
(119-127), en það breytir því ekki að þeir fallast á kröfur hennar, þrátt
fyrir að hún hafi ekki verið upp á eiginmann sinn komin, en eins og gefið
er í skyn í 11. erindi Grímnismála býr hún enn á meðal guða í sinni eigin
höll. Jötnarnir Ægir og Hymir vekja enn fleiri spurningar um hinar ein-
földu andstæður náttúru (jötnar) og menningu (guðir). Báðir virðast þeir
færir um að brugga mjöð úr náttúrlegum hráefnum án hjálpar guðanna.
Reyndar viðurkennir Clunies Ross á hnyttinn hátt að Ægir sé „eini jöt-
unninn sem guðirnir stofna til gagnkvæmrar gestavináttu við“ (217). En
á sama hátt hefur Hymir undir höndum pott þann sem guðirnir þarfnast
til ölgerðar sinnar. Getur annar hvor þeirra (Hymir eða Ægir) verið álit-
inn óhæfur í menningarlegu tilliti?
Eins og áður er getið setja vanirnir stærsta strikið í reikninginn þegar
búa á til einfalt líkan af norrænni goðafræði. Þeir eru guðir, venjulega
taldir til ása en jafnframt tengdir náttúrunni og sér í lagi hafinu, einu af
hinum óheftu náttúruöflum sem grandað geta bæði guðum og jötnum.
Önnur vandamál stafa af því að samkvæmt sumum heimildum var Freyja
gift Óðni. Clunies Ross (98) leysir þetta með því að setja hana í stöðu
„aukaeiginkonu eða frillu“, fremur en að gera ráð fyrir tilvist fleiri en
einnar trúar. Almennt leikur þó mikill vafi á því hvort allir Islendingar á
þrettándu öld hafi talið Frey, Njörð og Freyju standa neðar í virðingar-
stiganum en æsi.* 11 Islendingasögurnar og fornleifar ganga gegn slíkum
alhæfingum.
Svipuð vandamál spretta af þeirri ályktun að þriðji hópurinn, fulltrú-
ar óhaminna náttúruafla, hafi verið andstæðingur guðanna í ragnarökum
frekar en jötnarnir, en Clunies Ross telur hvorki Surt né Múspellssyni til
jötna (sjá 62-64). Með þessu virðist vera gengið á svig við þá umræðu um
lokabardaga guðanna og jötnanna sem byggð er upp í bókinni (og í
goðafræðinni í heild sinni). Ennfremur er litið fram hjá þeirri staðreynd
að í Völuspá er bæði getið um þátttöku Loka og jötunsins Hryms
(50.-51. er.) í ragnarökum og sagt að Múspellssynir komi með Loka úr
austri (51. er.), en snemma í bókinni skilgreinir Clunies Ross austrið sem
yfirráðasvæði jötna (52-53).
Og svo mætti lengi telja. En eins og Clunies Ross viðurkennir sjálf er
„fornnorræn goðafræði í heild sinni flóknari en svo að nokkur nútíma-
10 Steinsland 1991 og Heimir Pálsson 1999a færa ýmis rök fyrir því að nauðsyn-
legt samband sé á milli jötuns og goðs í heilögu hjónabandi.
11 Násström (1995:61) telur æsi og vani einnig vera jafna „að stöðu og stétt“.