Skírnir - 01.04.2000, Síða 206
200
TERRY GUNNELL
SKÍRNIR
í Bjólfskviðu?), Heði (Hetherusi hjá Saxo, Hæðcyn í Bjólfskviðu?),
Loka, Óðni (af einhverjum ástæðum er hann nefndur Odin í þessari bók,
rétt eins og Þór er kallaður Thor, en annars staðar er notuð hefðbundin
íslensk stafsetning) og ræðir einnig um Hyrrokkin, Lit, Frigg, Hel, Her-
móð (Heremod í Bjólfskviðu?), Sigyn, Vála, Hæni og Rindi. í kjölfarið
fylgir ítarleg athugun á samhengi ýmissa frásagna ásamt gagnlegum og
oft nýstárlegum athugunum á skilningi manna á blóðbræðraathöfnum,
draumum, mistilteininum, „skemmtun" á þingfundum,15 dauðanum í
norrænu samfélagi á þessum tímum, útfararhefðum, Draupni, lokaorð-
um Óðins við son sinn, ferðalögum til annarra heima, griðum og hinum
margvíslegu hugmyndum um endalok heimsins (og endurfæðingu hans)
og fleiru.
Hér er ekki tóm til að fjalla um alla þætti rannsóknarinnar, en vert er
að vekja athygli á nýstárlegum niðurstöðum Lindows, sem eru líklegar
til að hafa áhrif á fræðin í framtíðinni. Eitt veigamikið atriði er að með
hliðsjón af erfðavenjum í beinan karllegg hjá guðunum (sem Clunies
Ross leggur áherslu á) ætti Loki að teljast til jötna en ekki guða, þar sem
hann er sonur jötunsins Fárbauta og bróðir jötunsins Býleists, jafnvel
þótt móðir hans, Laufey, sé lítt þekkt gyðja. Með það í huga er eðlilegt
að spyrja hvers vegna hann dveljist meðal guðanna í Ásgarði. (Einnig
veldur þetta atriði erfiðleikum við almenna goðsögulega greiningu á
samfélagstengslum jötna og guða, því að hér er um að ræða jötun sem
virðist vera kvæntur og eiga börn með gyðju). I huga Lindows er eina
mögulega skýringin sú að Loki og Óðinn eru sagðir vera blóðbræður og
drekka einungis öl þegar þeir drekka saman (sjá Lokasennu, 9. er.) og að
báðir aðhyllast dálítið „öðruvísi" hegðun, eins og klæðskipti. Hins vegar
gerir blóðbræðrasamband þeirra Óðni erfitt um vik að ná fram hefndum
á Loka eftir dauða Baldurs.16
Þriðji kafli fjallar um útför Baldurs sem er, eins og Lindow leggur
áherslu á, meginviðfangsefni Húsdrápu og verður að teljast úr heiðnum
sið. Lindow bendir á (77-79) að aðrar útskornar myndir í höll Ólafs pá
sem lýst er í Húsdrápu (Þór að berjast við orminn og Heimdallur við
Loka hjá Singasteini) sýni afmörkuð einvígi milli guðanna og ýmissa
eyðingarafla; því má ætla að einnig hafi verið til goðsögn um bálför
Baldurs í glötuðu eddukvæði þar sem Óðinn (eða Þór) barðist við Hyr-
15 Lindow dregur í efa áreiðanleika þessarar athafnar, þótt það gæti hafa verið
gagnlegt að íhuga lýsingar á boltaleikjum sem hugsanlega fóru fram á heið-
ingjahátíðinni í Uppsölum (sem minnst er á í Ynglinga sögu 1941:63), og leik-
mennina sem sjá má á Gallehus-horninu. Leikir, íþróttir og helgiathafnir voru
greinilega nátengd hugtök: sbr. Gunnell 1995:24-36.
16 Onnur áhugaverð tilgáta er að hin „þriggia þursa móðir“ sem Óðinn á sam-
ræður við í Baldurs draumum, 13. er., og „in aldna“ sem „austr sat/í iárnviði“
í Völuspá, 9. er., séu Angurboða, móðir hins dýrslega afkvæmis Loka (46).