Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.2000, Síða 217

Skírnir - 01.04.2000, Síða 217
SKÍRNIR ENN ER RÝNT í GULLNAR TÖFLUR 211 hafa einnig forðast síðustu hundrað árin eða svo, líklega vegna ýktra og á stundum fáránlegra náttúruskýringa á goðsögunum snemma á nítjándu öld. Engu að síður hefur sambandið milli goðsagna og þess umhverfis sem þær verða til í ætíð legið ljóst fyrir, og ætti alltaf að hafa í huga við rannsóknir á norrænni goðafræði. Eg á jafnvel enn erfiðara en ella með að líta fram hjá þessum þætti þar sem ég skrifa þessa grein djúpt inni í vesturfjörðum Noregs, en þaðan komu margir þeirra er námu land á Is- landi og fluttu með sér þessar goðsagnir. I þessu umhverfi öðlast maður nýjan skilning á hinum lárétta og snarbratta lóðrétta heimi goðsagnanna og andstæðunum innan hans. Hér er ógrynni risavaxinna trjáa, háir fossar falla ofan úr skýjunum, og við ströndina á mótum mikilla fjalla og djúpra fjarða standa örsmá byggðar- lög (upprunalega litlir bóndabæir, sumir hverjir nefndir eftir hinum gömlu guðum). Fólkið þurfti að ryðja land þegar byggja átti sérhvern þessara bæja; það háði baráttu við kletta og skóga. Tengsl þess við fortíð- ina og myrkur Heljar eru augljós vegna grafhauga frá brons- og járnöld sem blasa við þegar litið er yfir fjörðinn eða í vegarkantinum. I næsta firði skríða þrautseigir og illvígir jöklar niður eftir fjallshiíðunum og geyma ennþá leifar frá miðöldum. Þeir eru stöðug minning um harðbýlt vetrarríki á norðurslóðum og það hvernig tíminn hleðst upp, en síkvik náttúra þeirra er undirstrikuð með gný sem minnir á hamarshögg og jökum sem brotna úr jökulfaldinum. Skammt undan eru hinir óbyggi- legu, tvö þúsund metra háu tindar sem bera nafn með rentu: Jötunheim- ar. Fólkið sem býr hérna (rétt eins og íbúar ísafjarðar eða Seyðisfjarðar) þekkir vel þá hörðu lífsbaráttu sem þarf að heyja andspænis hömrum og jöklum, vatni og eldi, en fornleifauppgreftir í Noregi og á íslandi, þar sem leifar brenndra húsa finnast með reglulegu millibili, minna á að skógareldar voru ekki eina eldhættan sem steðjaði að. Og á meðan lífsaf- koma á landi gat brugðist, eins og McKinnell bendir á (38), voru hinar nauðsynlegu siglingar á sjó úti (sem í senn var gjöfull og miskunnarlaus) jafnvel enn varasamari. Við ættum með öðrum orðum aldrei að líta fram- hjá því augljósa í bókmenntalegum rannsóknum okkar á goðsögnum, að þeir atburðir sem mynda stofn þeirra frásagna sem voru skráðar á íslandi eiga uppruna sinn í norsku og íslensku umhverfi, rétt eins og Lindow (18) bendir á í sambandi við frásagnir Snorra (þær goðsagnir sem Saxi þekkti frá flatlendi Danmerkur hafa vafalaust verið gjörólíkar). Og í slíku umhverfi voru jötnarnir sannarlega hvorki félagslegar verur né per- sónugervingar náttúrunnar í heild sinni (fjarðabændurnir færðu sér nátt- úruna stöðugt í nyt með hjálp frjósemisguðanna). Undir nöfnum berg- risa og hrímþursa voru jötnarnir aðallega fulltrúar ævafornrar óvinveittr- ar náttúru, sem ásamt ógreinilegri undirheimaöflum elds og vatns ógn- uðu tilvist manna án afláts. Goðsagnir eru fjölbreyttar og þær taka breytingum í tímans rás. Nú þegar við höfum tekið skrefið inn í nýja öld og höldum áfram að reyna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244
Síða 245
Síða 246

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.