Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.2000, Page 222

Skírnir - 01.04.2000, Page 222
216 SVERRIR JAKOBSSON SKÍRNIR goðar á íslandi og hafi veldi þeirra fremur byggst á héraðsvöldum (bls. 65, 198) en dómstörfum á alþingi. Hann telur að samruni goðorða hafi hafist snemma, um miðbik 11. aldar, og þá þegar hafi myndast ríki í sumum héruðum. Hann ber þetta saman við þróun í Englandi og Nor- egi, frá smákonungum til stærri og öflugri konunga (bls. 217). I þeirri mynd sem Jón Viðar dregur upp af íslenska þjóðveldinu er stigs- en ekki eðlismunur á goðorðum og ríkjum, þar sem hvort tveggja hvílir á hér- aðsvöldum. Samruni goðorða hafi í raun verið hagræðing í átt að hag- kvæmari stærð. Ef ekki hefði komið til íhlutun Noregskonungs hefði Is- land líklega þróast í að verða ríki með einn konung yfir sér. Kenningar Jóns Viðars eru settar fram af töluverðum þunga og hafa þann kost að þær bjóða upp á heildarsýn á sögu Islands frá landnámi til 1262. Ekki er þó því að neita að á þeim eru nokkrar brotalamir. Það er snjallt að tengja saman hreppa og samvinnu við landnám, en þráðurinn þaðan yfir í goðorð verður allþunnur (bls. 196-97). Þá finnst mér lítið gert úr rétti þingmanna til að skipta um goða og þeirri óumdeildu stað- reynd að þingmannasveit goða myndaði ekki samfellt svæði. Kenningin um að samruni goðorða hafi hafist á 11. öld styðst einkum við þagnarrök (argumentum ex silentió). Litlar frásagnir eru af stórdeilum í vissum landshlutum á 12. öld og Jón Viðar gerir ráð fyrir því að þar hafi ríkt meiri friður (bls. 63). Það er vafasöm röksemdafærsla, einkum þegar litið er til þess að sama misvægi milli landshluta einkennir Islendingasögur (bls. 37). Og hvers vegna var svona lítill stöðugleiki í íslenskum stjórn- málum á 13. öld ef ríkin voru mörg hver gamalgróin? Eina úrræðið sem eftir stendur er að kenna um afskiptum Noregskonungs (bls. 75-76) en hann var ekki í aðstöðu til að eiga þar frumkvæði. Er ekki sennilegra að höfðingjar hafi leitað stuðnings Noregskonungs vegna þess að ríki voru tiltölulega nýtt og óstöðugt fyrirbæri í íslenskum stjórnmálum? I Landnámu og Kristni sögu er að finna lista yfir helstu höfðingja á Islandi á Iandnámstíma, um 930 og 981. Þar eru iðulega taldir upp 20-40 höfðingjar af þeim 50-60 (eða jafnvel 36-39) sem þá hafa farið með goð- orð. Ef eitthvað er að marka þessar heimildir, og þær eru frá svipuðum tíma og Islendingasögur, þá má gera ráð fyrir því að sumir goðar hafi jafnan þótt merkilegri en aðrir, án þess að þeir hafi myndað ríki. Sama staða virðist vera uppi á teningnum á 12. öld. Þorgils Oddason er í hópi fremstu höfðingja landsins á fyrri hluta 12. aldar án þess að eiga ríki, en þau völd eru þess eðlis að sonur hans nær ekki að halda sömu stöðu og faðir hans. Eins er ekki víst að Jón Loftsson hafi átt ríki í Rangárþingi, enda þótt hann hafi verið virtur höfðingi á landsvísu. Jón Viðar Sigurðs- son gerir ráð fyrir því að ríki Asbirninga í Skagafirði hafi orðið til á 11. öld en litlar heimildir eru til um það fyrir 1180. Ekki tókst Ásbirningum að fá sinn mann kjörinn Hólabiskup fyrr en 1201, þrátt fyrir héraðsvöld. Sýn Jóns Viðars Sigurðssonar á þjóðveldið er því ekki óumdeilanleg, en ekki skal úr því dregið að hann hefur margt til síns máls. Hann dregur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.