Skírnir - 01.04.2000, Side 224
218
SVERRIR JAKOBSSON
SKÍRNIR
sér röskun á samfélagi. í raun eru það þó einkum afskipti kirkjunnar sem
hún beinir sjónum sínum að.
Meginniðurstaða Guðrúnar Nordal er að átök Sturlungaaldar hafi
ekki valdið verulegri röskun á fjölskylduböndum (bls. 21). Helsta und-
antekningin frá því eru átök sem verða á milli Sturlunga. I þeim kristall-
ast munurinn á gömlu og nýju siðferði. Þórður Sturluson, faðir Sturlu
sagnaritara, hefur tileinkað sér hinn nýja sið. Hann vill ekki að Sighvatur
Sturluson fari að Snorra bróður þeirra „á hátíðum“ (í þessu tilviki
pálmasunnudegi). Sighvatur er á hinn bóginn fulltrúi hefðarinnar og sér
engan mun á því að berjast við klerk eða veraldlegan höfðingja (bls. 77).
Siðferði í hjúskaparmálum er annar þáttur sem Guðrún Nordal gefur
gaum. Þar má líta á höfðingja eins og Jón Loftsson og Guðmund dýra
Þorvaldsson sem fulltrúa hins gamla tíma. Annar var „mjög fenginn fyrir
kvenna ást“ en hinn hrjáði „sá skaplöstur ... að hann elskaði konur fleiri
en þá er hann átti“. Barátta kirkjunnar gegn þessum sið hafði áhrif á
suma höfðingja. Auður Magnúsdóttir hefur t.d. bent á að sonur Jóns
Loftssonar kaus að kvænast ekki og gat þannig átt margar frillur án þess
að gerast sekur um hórdóm. Rannsókn Guðrúnar Nordal á Islendinga
sögu leiðir í ljós að slík sambönd koma mun oftar fyrir en hórdómur
(bls. 140-46). Hún er þó mjög varkár í að draga ályktanir af þessu,
kannski óþarflega varkár.
Guðrún Nordal telur að deilur Islendinga á þjóðveldisöld hafi eink-
um sprottið af efnahagslegum hagsmunum. Þær hafi snúist um fé, erfðir,
land, þjófnað eða goðorð. Á 13. öld breytist þetta, í fyrsta lagi vegna þess
að kirkjan fari að krefjast sérstöðu en í öðru lagi vegna þess að Noregs-
konungur hafi eggjað suma höfðingja til að gerast jarlar yfir íslandi (bls.
147). Hér finnst mér Guðrún, eins og Jón Viðar Sigurðsson, ofmeta
frumkvæði erlendra afla. Onnur möguleg nálgun væri að taka mið af
þeirri breytingu sem er að verða á samfélaginu um þetta leyti. Samfélag
þar sem margir goðar keppa um metorð og virðingu og treysta á banda-
lög við þingmenn, vini og ættingja var að hverfa og í staðinn voru komin
héraðsríki sem stjórnað var af höfðingjaættum. Héraðshöfðingi eins og
Kolbeinn Tumason, sem treysti á kirkjuna sem eina af stoðum valda
sinna, gat ekki unað því að Guðmundur Hólabiskup færi fram á frelsi
(privilegia) af því tagi sem kirkjan gerði tilkall til erlendis. Kolbeinn og
bandamenn hans, þ.á m. Sighvatur Sturluson, virða ekki hinn nýja sið
sem boðaði að prestar væru öðruvísi en aðrir menn, mættu t.d. ekki berj-
ast og þyrftu því á sérstakri friðhelgi að halda. Sú hugsun var hins vegar
á undanhaldi og yngri héraðshöfðingjar, sem þekktu betur til aðstæðna
erlendis, vildu halda frið við kirkjuna, í orði ef ekki í verki. Þannig vildu
t.d. Þórður kakali og Þorgils skarði hlífa „konum og kirkjum" í ófriði,
enda þótt báðir lentu í deilum við biskupa.
Hinir nýju héraðshöfðingjar ráku sig einnig fljótt á að hefðbundnar
leiðir til að afla sér bandamanna, t.d. með hjúskaparvenslum, gengu ekki