Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.2000, Side 224

Skírnir - 01.04.2000, Side 224
218 SVERRIR JAKOBSSON SKÍRNIR sér röskun á samfélagi. í raun eru það þó einkum afskipti kirkjunnar sem hún beinir sjónum sínum að. Meginniðurstaða Guðrúnar Nordal er að átök Sturlungaaldar hafi ekki valdið verulegri röskun á fjölskylduböndum (bls. 21). Helsta und- antekningin frá því eru átök sem verða á milli Sturlunga. I þeim kristall- ast munurinn á gömlu og nýju siðferði. Þórður Sturluson, faðir Sturlu sagnaritara, hefur tileinkað sér hinn nýja sið. Hann vill ekki að Sighvatur Sturluson fari að Snorra bróður þeirra „á hátíðum“ (í þessu tilviki pálmasunnudegi). Sighvatur er á hinn bóginn fulltrúi hefðarinnar og sér engan mun á því að berjast við klerk eða veraldlegan höfðingja (bls. 77). Siðferði í hjúskaparmálum er annar þáttur sem Guðrún Nordal gefur gaum. Þar má líta á höfðingja eins og Jón Loftsson og Guðmund dýra Þorvaldsson sem fulltrúa hins gamla tíma. Annar var „mjög fenginn fyrir kvenna ást“ en hinn hrjáði „sá skaplöstur ... að hann elskaði konur fleiri en þá er hann átti“. Barátta kirkjunnar gegn þessum sið hafði áhrif á suma höfðingja. Auður Magnúsdóttir hefur t.d. bent á að sonur Jóns Loftssonar kaus að kvænast ekki og gat þannig átt margar frillur án þess að gerast sekur um hórdóm. Rannsókn Guðrúnar Nordal á Islendinga sögu leiðir í ljós að slík sambönd koma mun oftar fyrir en hórdómur (bls. 140-46). Hún er þó mjög varkár í að draga ályktanir af þessu, kannski óþarflega varkár. Guðrún Nordal telur að deilur Islendinga á þjóðveldisöld hafi eink- um sprottið af efnahagslegum hagsmunum. Þær hafi snúist um fé, erfðir, land, þjófnað eða goðorð. Á 13. öld breytist þetta, í fyrsta lagi vegna þess að kirkjan fari að krefjast sérstöðu en í öðru lagi vegna þess að Noregs- konungur hafi eggjað suma höfðingja til að gerast jarlar yfir íslandi (bls. 147). Hér finnst mér Guðrún, eins og Jón Viðar Sigurðsson, ofmeta frumkvæði erlendra afla. Onnur möguleg nálgun væri að taka mið af þeirri breytingu sem er að verða á samfélaginu um þetta leyti. Samfélag þar sem margir goðar keppa um metorð og virðingu og treysta á banda- lög við þingmenn, vini og ættingja var að hverfa og í staðinn voru komin héraðsríki sem stjórnað var af höfðingjaættum. Héraðshöfðingi eins og Kolbeinn Tumason, sem treysti á kirkjuna sem eina af stoðum valda sinna, gat ekki unað því að Guðmundur Hólabiskup færi fram á frelsi (privilegia) af því tagi sem kirkjan gerði tilkall til erlendis. Kolbeinn og bandamenn hans, þ.á m. Sighvatur Sturluson, virða ekki hinn nýja sið sem boðaði að prestar væru öðruvísi en aðrir menn, mættu t.d. ekki berj- ast og þyrftu því á sérstakri friðhelgi að halda. Sú hugsun var hins vegar á undanhaldi og yngri héraðshöfðingjar, sem þekktu betur til aðstæðna erlendis, vildu halda frið við kirkjuna, í orði ef ekki í verki. Þannig vildu t.d. Þórður kakali og Þorgils skarði hlífa „konum og kirkjum" í ófriði, enda þótt báðir lentu í deilum við biskupa. Hinir nýju héraðshöfðingjar ráku sig einnig fljótt á að hefðbundnar leiðir til að afla sér bandamanna, t.d. með hjúskaparvenslum, gengu ekki
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.