Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Side 61

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Side 61
Lútherska þjóðkirkjan kirkja trúarinnar er hulin í kirkju reynslunnar, hin sanna kirkja Guðs er ekki á valdi mannanna. Kirkjuskilningur Lúthers mótaðist ekki hvað minnst af gagnrýni hans á rómversku kirkjuna. Lúther tefldi fram andlegri kirkju: civitas spiritualis, sem er hugtak ættað úr guðfræði Ágústínusar.7 Homsteinn að lútherskum kirkjuskilningi er sjöunda grein Ágsborgarjátningarinnar: „Ennfremur kenna þeir að ein heilög kirkja muni æfinlega við haldast. En kirkjan er söfnuður heilagra þar sem fagnaðarerindið er réttilega boðað og sakramentunum réttilega veitt þjón- usta. Og til sannrar einingar kirkjunnar er það nóg að vera samhuga um lærdóm fagnaðarboðskaparins og um þjónustu sakramentanna, en ekki er það nauðsynlegt að alstaðar séu sömu mannasetningar eða sömu kirkjusiðir og kirkjuvenjur af mönnum tilsettar, eins og Páll segir: Ein trú, ein skím, einn Guð og faðir allra.” Hér er kirkjan skilin út frá hlutverki sínu.8 Þessa skilgreiningu kallar þýski guðfræðingurinn Dietrich Rössler „lágmarksskilgreiningu”. Því má bæta við að hið kirkjulega embætti er í Ágsborgarjátningunni einnig skilið út frá hlutverki. Þótt hugtakið þjóðkirkja sé ekki notað í Ágsborgarjátningunni (samin 1530) þá er sú kirkja, sem þar er skilgreind, þjóðkirkja í þeim skilningi að hún á erindi við alla og er öllum opin. Og einnig er hún þjóðkirkja í þeim skilningi að skilin milli kirkju og þjóðfélags em engin. Sem fyrr segir var það kenning Lúthers og einnig sá kirkjuskilningur sem Ágsborgarjátningin byggist á að kirkjan sé ein, hún sé að vísu blönduð (corpus permixtum). Þar er sem sagt til staðar sú vitund að kirkjan sé ekki hreint samfélag ef svo má að orði komast. Hún er samfélag trúaðra en í þessu samfélagi em einnig margir sem varla geta kallast trúaðir. Og það ber ekki að skilja þama á milli. Hún verður ávallt „menguð”. Þetta var sjónarmið Lúthers. Það er eitt sterkasta einkenni lúthersku kirkjunnar að hún er opin, siðbótarmenn vildu forðast að skera úr því hver væri í raun innan og hver utan hinnar sönnu kirkju. Úr því sker enginn nema Guð. Sérhver tilraun til þess að hreinsa söfnuðinn og gera mörkin milli kirkju og heims í þessum skilningi greinilegri eru tilraunir til að mynda hreinan söfnuð og það er í hreinni andstöðu við kirkjuskilning siðbótarmanna.9 En það hangir meira á spýtunni. Að skilningi Lúthers er kirkjan samfélag manna (raunar notaði Lúther frekar orðið söfnuður en kirkja). Sú kirkja sem við játum trú á í trúarjátningunni er ekki þessi jarðneska kirkja heldur hin ósýnilega kirkja. Þess vegna talar Lúther um sýnilega og ósýnilega kirkju. Hin sýnilega kirkja er að vísu ekki án nærvem hinnar ósýnilegu kirkju. Söfnuðurinn kemur ekki saman nema vegna þess að hin ósýnilega kirkja er til staðar. Söfnuðurinn er kominn til að hlusta á orðið 7. Sama rit, bls. 242. 8 Rössler, bls. 245: "Dass er (Melanchton) die Kirche funktional begreift: Sie "ist" in ihrer Praxis." 9. Loff, Wenzel og Lutz Mohaupt: Volkskirche - Kirche der Zukunftl Hamburg 1977, bls. 31. 59
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.