Skagfirðingabók - 01.01.1967, Síða 11
Á ÞRJÁTÍU ÁRA AFMÆLI
SÖGUFÉLAGS SKAGFIRÐINGA
NÚ eru 30 ár liðin frá stofnun Sögufélags Skagfirðinga.
Það var stofnað 16. apríl 1937, og var þá lagður grundvöllur að merk-
um menningarsamtökum í héraðinu, má þar nefna stofnun Héraðs-
skjalasafns Skagfirðinga á Sauðárkróki, útgáfustarfsemi Sögufélagsins
og ljósmyndasöfnun þess af fólki víðs vegar úr héraðinu, o. fl.
Það er því ekki úr vegi að líta um öxl eftir 30 ára starf og drepa
stuttlega á það, sem unnið hefur verið á þessu tímabili, hugleiða, hvað
áunnizt hefur og að hverju er stefnt.
Sögufélag Skagfirðinga hefur öll þessi ár unnið í kyrrþey, enda
hefur mest af starfi þess verið af hendi leyst í sjálfboðavinnu, án
endurgjalds, nema ef telja skal ánægjuna af því að vinna að þörfu og
góðu málefni. Síðar verður væntanlega gerð ítarlegri grein fyrir
þessari starfsemi, þegar þau menningarmál sem hér verður vikið að,
eru komin lengra áleiðis en nú er og betur er séð fyrir enda á því,
hvernig þeim reiðir af.
Eitt af því fyrsta, sem Sögufélag Skagfirðinga tók sér fyrir hendur,
var að beita sér fyrir afritun skagfirzkra heimildarrita, þar á meðal
afritun allra skagfirzkra kirkjubóka, sem yfirleitt voru þá varðveittar
á Þjóðskjalasafninu í Reykjavík og ógjarnan lánaðar þaðan út á land.
Eftir að síðari heimsstyrjöldin skall á, ákvað stjórnarráðið að flytja af
öryggisástæðum aUmikið af bókum Þjóðskjalasafnsins austur að Flúð-
um í Árnessýslu til geymslu fram til stríðsloka. Þetta tækifæri notaði
undirritaður stjórnarnefndarmaður félagsins og sneri sér til þjóðskjala-
varðar og ríkisstjórnarinnar með fyrirspurn um, hvort talin væri meiri
hætta í því að heimildarrit, er eingöngu fjölluðu um skagfirzk efni,
9