Skagfirðingabók - 01.01.1967, Blaðsíða 18
SKAGFIRÐIN GABOK
vetur, líklega 1857-1858. Hefur Jón þá verið nemandi hans. Má telja
víst, að hann hefur verið miklu betur menntaður en bændur voru
almennt á þeim tíma. Hann las danskar bækur sér að gagni og skrif-
aði ágæta rithönd líkt og faðir hans. Var ritmál hans lifandi og þrótt-
mikið. Prófasmr vildi láta son sinn venjast fjárhirðingu á vetrum, svo
hann mætti með því búa sig undir bóndastarfið. Hafði Jón ánægju
af hesmm og sauðfé, var glöggþekkinn á hvort tveggja og mikill
dýravinur.
Þá var siður á sauðaöldinni að gelda hrútlömb á vorm. Var það gert
með frumstæðum aðferðum, og tókst misjafnlega. Jón vann þetta oft
fyrir nágranna sína. Var orð gert á því, hve honum færist það starf
jafnan vel úr hendi. Hefur þar mest um valdið handlagni hans og
vandvirkni, ásamt hreinlæti.
Þá er Jón hafði náð þeim aldri, að hann mátti kvænast, sá faðir hans
honum fyrir kvonfangi, sem verða mætti honum vel við hæfi. Var
þá ráðin gifting hans og Þórunnar Sigrtðar, dótmr æskuvinar sr.
Benedikts, Halldórs prófasts Björnssonar á Sauðanesi og seinni konu
hans, Þóru Gunnarsdóttur. Fyrri kona sr. Halldórs var Sigríður Vig-
fúsdóttir, hálfsystir sr. Benedikts. Sonur þeirra var séra Björn í Lauf-
ási, faðir Þórhalls biskups. Þórunn Sigríður var fædd á Eyjadalsá 10.
okt. 1837. Átti hún ekki alsystkini. Talið var, að þeir vinirnir, Halldór
og Benedikt, hafi ráðgert það, meðan þeir voru ungir menn, að gifta
börn sín saman, ef þess yrði kosmr. Hvað sem rétt er um það, er hitt
víst, að Jón sá aldrei konuefni sitt, fyrr en þeir feðgar fóru ausmr að
Sauðanesi og Jón fastnaði sér konuna. Var Sigríður væn kona álimm,
hógvær og vel gefin mannkostakona. Fór brúðkaup þeirra Jóns og
Sigríðar fram á Hólum 24. sept. 1859. Reistu þau bú á Hólum móti sr.
Benedikt næsta vor.
Hér hef ég lokið frásögn af fyrsta þætti í ævi Jóns, uppvaxtarár-
unum fram til þess, er hann kvæntist. Þá hefst næsti þáttur, sem nær
yfir þau ár, er hann bjó móti föður sínum á Hólum. Þriðji þáttur
hefst, er faðir hans lézt og nær til þess, er hann verður að flytjast frá
Hólum að Hofi. Fjórði þátturinn gerist þar, en lokaþátturinn í
Ameríku.
16