Skagfirðingabók - 01.01.1967, Page 19
ÞÁTTUR JÓNS BENEDIKTSSONAR Á HOLUM
Áður en lengra er komið, vil ég í fáum orðum lýsa Jóni Benedikts-
syni nokkuð (en svo var hann jafnan nefndur í heimasveit sinni),
háttum hans og framkomu, með það í huga ef verða mætti til að
varpa nokkru Ijósi á eigindir hans og sérkenni. Hann líktist föður
sínum í útliti, var hár vexti, en fremur grannur, myndarlegur á yfir-
bragð, bjartur á hörund, góðmannlegur, með Ijóst hár og skegg. Tekinn
var hann að þrútna af öldrykkju á seinni árum. Konu sinni mun Jón
hafa verið góður í umgengni og börnum sínum nærgætinn faðir. Að
vísu var hann ósjálfstæður gagnvart þeim, er þau vildu fá æskubrekum
sínum framgengt. Eru um það til nokkrar sagnir, sem ég sleppi hér.
Hjúum sínum var hann mildur og góður húsbóndi. Höfðingslund hans
og gestrisni var rómuð. Hann gat ekki þegið greiða af öðrum nema
endurgjalda hann ríflega. Eitt sinn kom hann gestur að Reykjum í
Hjaltadal. Smalamaður þar, sem átti Jóni gott að gjalda, gaf honum
pelaglas af brennivíni. Jón rétti honum 4 krónur, og tjóaði smalanum
ekki í móti að mæla, og varð hann að taka við krónunum nauðugur.
Þetta var að vísu margfalt verð. Eftir að Jón fluttist að Hofi og var
orðinn févana, gisti þar drengur, þeim feðgum áður óþekktur og um-
komulítill. Var hann á aldur við Gunnar (yngsta son Jóns), og léku
drengirnir sér saman. Þá er gesturinn bjóst til burtferðar, spurði Jón
syni sína, hvort þeir gæm ekki gefið honum einhverja gjöf að skilnaði.
En með því að þeir höfðu ekki neitt tiltækt, fór Jón að leita og
kom með silfursignet (ættargrip) og bað hann þiggja og eiga til minja
um komu sína þangað.
Jón var hið mesta tryggðatröll, svo sem verið hafði móðir hans.
Hann var jafnan langminnugur þess, er honum hafði verið vel gert.
Dulskynjunargáfu var hann gæddur. Hef ég heyrt um það margar
öruggar sagnir. „Hann fer hægar, þegar hann kemur hingað næst,"
sagði hann eitt sinn um mann, sem kom í Hóla og lét mikið á sér bera.
Fáum vikum síðar var hann borinn þangað til greftrunar. Eitt sinn
kom Jón á bæ fátæks bónda, er átti tvær ungar dæmr. Lá þá önnur
þeirra fársjúk af barnaveiki, svo að faðir hennar taldi víst, að hún dæi.
Þá er Jón sá hana, varð honum að orði: „Hún lifir þessi." Þetta gekk
eftir. Litlu stúlkunni batnaði, en systir hennar, sem var heilbrigð, er
þetta gerðist, veiktist og dó skömmu síðar. Þessar sagnir eru aðeins
2
17