Skagfirðingabók - 01.01.1967, Síða 25
ÞÁTTUR JÓNS BENEDIKTSSONAR Á HOLUM
anum þar, Árna hreppstjóra Ásgrímssyni. Hofsstaðasels verður síðar
getið.
Nokkru fyrr en hér er komið, þá er frú Þóra Gunnarsdóttir á
Sauðanesi hafði misst mann sinn 1869, fluttist hún að Hólum til dótt-
ur sinnar og tengdasonar. Hafði hún þar grasnyt fram til síðusm ára,
handa einni kú, nokkrum kindum og hesti (Maddömu-Blesa). Ollum
er kunnugt, að hún er sama konan, sem talið er, að Jónas Hallgrímsson
hafi „greitt lokka við Galtará." Þóra var dóttir sr. Gunnars í Laufási.
Hafði hún fæðzt honum löngu áður en hann kvæntist. Var móðir
hennar Guðrún Jónsdóttir frá Skildinganesi. Giftist Guðrún síðan
Jónatan Jónssyni. Bjuggu þau á Æsustöðum í Mosfellssveit. Þóra var
frábær kona, gædd ríkri líknarlund og hafði læknishendur, var ljós-
móðir, batt um beinbrot og gerði að meiðslum. Rómuðu allir, hve vel
henni tækist allt slíkt. Hún heillaði hvers manns hug, sem kynntist
henni. Munu fáir hafa unnið sér svo almennar vinsældir á skömmum
tíma sem hún. Virðuleiki og miklir mannkostir urðu til að greiða
henni þá leið. Flestir Hjaltdælingar elskuðu hana og virm, þótt hún
og Jón tengdasonur hennar bæru ekki gæfu til æskilegs samlyndis.
Vita má, að henni hefur brugðið við, er hún kom í Hóla frá Sauða-
nesi og sá, að á Hólum var allt í hraðri eyðingu og vanhirðu.Má
búast við því, að hún hafi á stundum lesið Jóni lesmrinn í fullri
hreinskilni, er þau mælmst tvö ein við. En Jón hafði mikla freistingu
til að nota eignir hennar, er hann var í fjárkröggum, og vann Sigríði
konu sína til að leita hjá henni hjálpar. Til er bréf, sem frú Þóra skrif-
aði á síðustu árum sínum á Hólum Claessen verzlunarstjóra á
Sauðárkróki. Segist hún gera ráð fyrir, að viðskiptareikningur sinn
standi ekki svo vel sem vera ætti, en telur þó víst, að Tryggvi bróðir
sinn og sr. Björn í Laufási muni jafna hann fyrir árslokin. Er rétt að
0
Hofi til annarra og í „öllu falli" gangi jörðin til sýslunefndarinnar eftir hans
dag fyrir sama verð. Auk þess áskilur Jón sér 1450 krónur af verði Hóla.
Af þeirri upphæð gangi 500 kr. til Jóhannesar á Reykjum. Þá lofar Jón að
fara frá Hólum í næsm Hrdögum og skila ábúðarparti sínum, undanþeginn
greiðslu álags.
Samningurinn er undirritaður 21. apríl 1881.
23