Skagfirðingabók - 01.01.1967, Page 26

Skagfirðingabók - 01.01.1967, Page 26
SKAGFIRÐINGABÓK ljúka raunalegum Hólaþætti í ævi frú Þóru með fáum orðum. Hún lézt á Hólum 6. júní 1882, ári síðar en dóttir hennar og tengdasonur fluttust þaðan að Hofi. Hún var þá þorrin þreki og hafði ráðið flutn- ing sinn frá Hólum sama vor, þótt drægist lengur en ætlað var. Tekizt hefur henni að eiga fyrir útför sinni, því að tvær jarðir lét hún eftir sig í arf til dóttur sinnar, Háls í Kaldakinn og Hrappsstaði í sömu sveit. Þá er rétt að telja börn Jóns Benediktssonar og Sigríðar konu hans: 1. Þóra, fædd 1. sept. 1860. 2. Benedikt, fæddur 1. marz 1863. 3. Halldór, fæddur 14. ág. 1865. 4. Björn, fæddur 13. marz 1867, og 5. Gunnar Bergþór, fæddur seint á ári 1875 eða snemma árs 1876. Kirkjubók Hólasóknar greinir ekki frá fasðingu hans. Öll voru þau systkin vel gefin og sköruleg. Þótti ýmsum Halldór vera þeirra efni- legastur, vel gefinn, starfsmaður góður, er hann náði þroskaaldri, og hinn merkasti maður. Benedikt var talinn laus í ráði, meðan hann var hér á landi. Hann kvæntist 1882, þá talinn eiga heima á Ríp. Var kona hans Þcrbjörg, dóttir Árna Sigurðssonar, er bjó í Stokkhólma og síðar á Starrastöðum, og 4. konu hans, Secelíu Halldórsdóttur. Var Þorbjörg merk kona, hálfsystir Magnúsar trésmiðs Árnasonar, föður sr. Ólafs í Arnarbæli. Áttu þau Benedikt og Þorbjörg tvær dætur, Þóru, f. 16. marz 1884 að Syðri-Brekkum, og Sigríði, f. 9. júní 1886 að Hofi í Hjaltadal. Þóra Jónsdóttir giftist 25. október 1880 Hans Vilhelm Pálssyni frá Hofi í Hjaltadal (f. 1857). Var hann trésmiður að iðn. Hann þótti álitlegur maður og vel gefinn, þótt misjafnlega vel gengi á geð manna. Varð hann síðar þekktur maður vestan hafs og átti þar þingsetu mörg ár. Ekki geðjaðist Jóni þessi ráðahagur dóttur sinnar. Munu hafa legið til þess þau rök frá hans hálfu, að hann óttaðist eða taldi raunar víst, að þau Sigríður kona sín og Vilhelm hefðu veitt hvort öðru meiri athygli en telja mætti við hæfi, meðan Vilhelm var heimamaður þeirra nokkru áður en hér var komið. Haft var eftir Jóni, þegar er hann vissi ráðna giftingu þeirra Vilhelms og Þóru: „Þar fer góður biti í hunds- 24
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.