Skagfirðingabók - 01.01.1967, Page 30
SKAGFIRÐINGABÓK
dóttir, heimilaði föður sínum söluna með löglegum hætti. En salan fór
fram nokkrum vikum áður en Þóra giftist.
Vafalaust hafa orðið stimpingar vegna þessarar jarðarsölu, því að
22. maí 1882 afhendir Jón, með fullum vilja og umráði fjárhalds-
manns síns, séra Arnljóti Ólafssyni allt það réttartilkall, er hann hafa
kann til jarðarinnar Hofsstaðasels eða nokkurs hluta hennar, sam-
kvæmt þeim skilmálum, er þeir voru ásáttir um, og þar af sé sá helzti,
að sr. Arnljótur á sinn kostnað haldi uppi allri vörn Jóns vegna út
_af sölunni á hálfu Hofsstaðaseli 27. ág. 1880 og sé Arnljótur „héðan
í frá réttur sóknaraðili þessa máls, svo semframast er unntaðlögum."*
Bréfi sýslumanns, því er áður getur, dagsettu 6. okt. 1880, svarar
amtmaður greiðlega, því að hann sviptir Jón Benediktsson fjárforræði
með úrskurði 30. október 1880 og skipar honum fjárhaldsmann,
Jóhannes Þorfinnsson á Reykjum. Svo virðist sem sýslumaður hafi
iðrazt gerða sinna, því að litlu meir en ári síðar skrifar hann amt-
manni og fer þess á leit, að hann veiti Jóni afmr fjárforræði. Færir
hann einkum þá ástæðu til, að Jón taki sér þetta svo nærri, að hann
fái illa borið.** Sama máli telur hann sé að gegna um konu hans og
* Jóni var ámælt vegna þess að hann vildi „vasast" um eignir barna sinna.
En þá verður að hafa í huga sannfæringu hans um það, að jarðir þær, sem
Benedikt prófastur gaf sonarbörnum sínum, hafi verið ólöglega gefnarfverið
meir en fjórðungsgjöf af eigum gefanda). Með þetta í huga má skilja „réttar-
tilkall" það, sem hann afhendir sr. Arnljóti Olafssyni.
Gaman er að lesa dómabækur í Skagafjarðarsýslu frá þessum árum og sjá,
hve sr. Arnljótur er snarvimr og snjall málfærslumaður. Þó bar hann ekki
gifm til að ógilda sölu Vilhelms Pálssonar á hálfu Hofsstaðaseli. Héraðsdóm-
ur féll sr. Jóni Hallssyni í hag. Hann var talinn Iöglegur kaupandi þessa
jarðarhluta.
** Er ekki ólíklegt, að sýslumaður, sem var rómað góðmenni, hafi tekið sér
nærri, er hann vissi, hve Jóni var öll gleði horfin eftir þessar aðgerðir. Jón
segir í smttu bréfi, víst til sýslumanns Skagfirðinga 2. nóv. 1881: „En vegna
skapsmuna minna lít ég engan glaðan dag, meðan svona stendur." Lofar hann
einnig að krefjast þess aldrei (fái hann sjálfur fjárforræði afmr) að taka við
fjárforráðum sonar síns, Halldórs, því að það sé ekki ætlun sín, þótt hann óski
síns eigin fjárforræðis, að komast yfir neitt það, er börnum sínum tilheyri.
28