Skagfirðingabók - 01.01.1967, Side 33
ÞÁTTUR JÓNS BENEDIKTSSONAR Á HOLUM
við sig, en þeir mundu ekki njóta lengi fjárgróða síns, heldur deyja
snauðir. Þótti sú spá ganga eftir.
Þótt Jóni væri mikils vert að vera orðinn frjáls maður úr fimm ára
banni, eins og áður er getið, þá batnaði ekki hagur hans og þeirra
feðga á Hofi. Hörð ár voru um þessar mundir og mikill straumur
fólks til Vesturheims. Má af gögnum ráða, að þeim feðgum hefur
komið í hug að fara vestur nokkru fyrr en úr því varð. Fór Jón þó
sárnauðugur. Sennilega hafa synir hans hvatt farar og ráð Halldórs
orðið ríkust. En hann þótti hið mesta mannsefni og drengur hinn
bezti. Með þeim feðgum var á Hofi gömul kona, Helga Sveinsdóttir
(f. um 1819), er verið hafði vinnukona hjá Jóni og Sigríði og fóstrað
börn þeirra. Þessari konu hafði Jón reynzt einkar vel, hlýr og nærgæt-
inn sem bezti bróðir. Hana gátu þeir ekki skilið eftir á sveitarfram-
færi, úr því að hún kaus að fara með þeim. Lýsir það mannlund þeirra.
Þó er mér óvitað, á hvern hátt þeir hafa klofið kostnaðinn af Vestur-
heimsför.
Auk þeirra feðga fjögurra frá Hofi fóru þær vestur, Sigurlaug,
heitkona Halldórs, og Helga Sveinsdóttir, sú er áður var getið. Einnig
fór Benedikt vestur, elzti sonur Jóns, og Þóra dóttir Benedikts. Þor-
björg Árnadóttir varð eftir og yngri dóttir þeirra hjóna, Sigríður,
síðar kona Arngríms Sigurðssonar í Litlu-Gröf. Sigríður lézt á Akur-
eyri 4. ágúst 1948. Eru börn þeirra Arngríms, Þórir og Guðlaug,
hinir einu afkomendur Jóns hér á landi. Búa þau í Litlu-Gröf með
föður sínum. Þorbjörg Árnadóttir giftist nokkrum árum síðar, 1896,
Sigfúsi Vigfússyni (sjá Skagf. æviskrár II. s. 260).
Af heimanbúnaði þeirra feðga er fátt unnt að segja. Þó er víst, að
Jón heimsótti nokkra vini sína að skilnaði og kvaddi þá. Duldi hann
þess ekki, að sér þætti mikið fyrir að yfirgefa Hjaltadal. Að sjálfsögðu
bar Grána hann síðasta spölinn til Sauðárkróks. Meðan beðið var
skips, átti Jón ásamt Gunnari og sennilega fleirum úr fjölskyldunni
athvarf hjá vini sínum, Pétri Sigurðssyni á Sjávarborg. Var Pétur
stórbrotinn, hið mesta karlmenni og drengur góður svo sem hann áttti
ætt til (sonur sr. Sigurðar Arnórssonar á Mælifelli og k. h. Elínborgar,
systur Jóns dómstjóra Pémrssonar). Má vita, að slíkur kjarkmaður sem
Pétur var, hefur verið Jóni hollur félagi á þessum örðugu tímamótum.
31