Skagfirðingabók - 01.01.1967, Side 36
SKAGFIRÐINGABÓK
Tíðum hefur það vakið undrun mína, hve oft Jóns hefur verið
minnzt, og er svo enn. Allt hefur það verið á einn veg. Má segja, að
hann sé enn víðkunnur maður um Norðurland, 60 árum eftir dauða
sinn og 80 árum eftir að hann hvarf úr landi vestur um haf, af því
einu, að hann sóaði Hólaauð. Hans er ekki að öðru getið. Kostir hans
hafa fallið í gleymsku. Sé maður metinn eða mældur, verður jafnan að
láta hann njóta kosta sinna. Vel má svo fara, að niðjum hans þyki ég
hafa tekið á honum ómildum höndum. Um allt það, sem hér að
framan er skrifað, tel ég mig hafa verið vandan að heimildum. Og
kosti hans hef ég ekki viljað láta fyrnast. Jón var gæddur frábærri
rausnarlund og næmri samúð með öllum olnbogabörnum. Var hann
aldrei smátækur, er hann veitti þurfandi mönnum liðveizlu. Sannast
á honum þessar ljóðlínur Bjarna Thorarensens, sem ég tek úr Sæmund-
ar kviðu:
„Gaf hann af sjálfs síns
og gaf óspart -
gleymdar eru hans gjafir!"
Heimildir mínar, auk þeirra sem taldar eru í upphafi þáttarins:
Kirkjubækur, veðmálabækur Skagafjarðarsýslu og dómabækur, skjöl úr
Norður- og austuramti, geymd í Þjóðskjalasafni. Orðréttar setningar með
úrnámsmerkjum hef ég því aðeins tekið hér upp, að heimildarmenn mínir
hafi sjálfir heyrt þær af munni Jóns Benediktssonar. Um ævi hans í Vesmr-
heimi hef ég haft slitróttar heimildir. Bréf frá honum, sem ég hef séð, eru
fá og gefa litlar upplýsingar.
Vitneskju um dvalarár Jóns vestra hef ég einkum fengið hjá doktor Finn-
boga Guðmundssyni (nú landsbókaverði) í bréfi, sem hann skrifaði mér frá
Winnipeg haustið 1953. Þakka ég honum ágæta aðstoð af heilum hug.
Þess skal að lokum getið, að mynd er engin til af Jóni Benediktssyni, svo
vitað sé.
34