Skagfirðingabók - 01.01.1967, Blaðsíða 37
DROG AÐ NIÐJATALI
Jóns Benediktssonar og Sigríðar Halldórsdóttur frá Hólum.
Þóru dóttur þeirra er áður getið. Frá henni eru engir niðjar komnir.
I. Benedikt Jónssoa
Þóra, dóttir hans af fyrra hjónabandi, hlaut góða menntun vestra.
Maður hennar var Fred Gardner. Bjuggu þau í Norður-Dakota, en
fluttust til Oregonborgar í Oregonrfki í Bandaríkjunum. Skóli einn
í Oregonborg ber nafn hennar: „The Thora B. Gardner School."
Þóra dó árið 1953. Mynd af henni fylgir þessum línum.
Sigríður, einnig dóttir hans af fyrra hjónabandi. Hennar hefur
verið áður getið.
Benedikt kvæntist öðru sinni nokkru eftir að hann kom vestur.
Hét seinni kona hans Kristín, f. um 1866. Hún var dóttir Baldvins
(f. 27/7 1836) Guðmundssonar Sigvaldasonar. Móðir Baldvins var
Soffía Sigurðardóttir frá Skógum í Öxarfirði Þorgrímssonar. Móðir
Soffíu og kona Sigurðar í Skógum var Rannveig f. um 1782, dóttir
Skíða-Gunnars Þorsteinssonar prests á Skinnastöðum Jónssonar. Er
það alkunn ætt. Frá Skíða-Gunnari er komið margt merkra manna.
Bróðir Guðmundar Sigvaldasonar, er Gunnlaugur hét, var kvæntur
Sigurveigu frá Skógum, systur Soffíu. Eiga þau niðja, sem kenndir
eru við Skóga.
Kona Baldvins og móðir Kristínar var Elín Katrín, f. 17/11 1843,
dóttir Gísla Jónssonar vinnumanns á Galtarstöðum (ytri) og Helgu
Jónsdóttur, er þá var ógift hjá föður sínum á Geirastöðum. Meðan
Kristín var í bernsku, bjuggu foreldrar hennar á Skeggjastöðum í
Skeggjastaðahreppi í Norður-Múlasýslu nokkur ár móti séra Jens
Hjaltalín. Kristín fluttist til Vesturheims frá Gunnólfsvík árið 1893,
þá 27 ára.
Benedikt bjó allvíða í Kanada og Norður-Dakota. Hann dó í River-
ton 1938 (drukknaði í íslendingafljóti).
Börn þeirra Kristínar:
a) Laufey f. 20/10 1898, gift Jónasi George, syni Halldórs Jónssonar
föðurbróður síns (sjá síðar).
Börn þeirra:
35