Skagfirðingabók - 01.01.1967, Page 42
SKAGFIRÐINGABÓK
1) Sophia Hazel Johnson f. 13/9 1935. Ber nú ættarnafn manns
síns Stanowski.
2) Shirley Thora Johnson f. 1/8 1937. Ber ættarnafn manns síns
Kozub.
3) Margaret Eva Johnson f. 31/8 1939. Ber ættarnafn manns síns
Polka.
4) Harold Benedikt Johnson f. 11/10 1941.
5) Georg Björn Johnson f. 11/1 1943.
6) Donald Lawrence Johnson f. 10/6 1944.
Menntastigs barnanna er ekki getið.
II. Halldór Jónsson og kona hans Sigurlaug Jóhannsdóttir eignuð-
ust fimm börn. Af þeim komst aðeins einn sonur á þroskaaldur.
Hin dóu öll ung. Þessi sonur var Jónas George f. 1894 og kvæntist
Laufeyju frændkonu sinni, er áður getur. Vann hann hjá Eaton verzl-
unarfélagi í Winnipeg frá 15 ára aldri og átti þar í borg heima síðan.
Var hann kunnur íþróttamaður á yngri árum. Halldór lézt í Winnipeg
1930, en Sigurlaug kona hans dó 1933.
III. Björn Jónsson bjó lengst í Winnipeg og dó þar 1915, ókvæntur
og barnlaus. Hann var smiður að iðn.
IV. Gunnar Bergþór Jónsson.
Samkvæmt minningargrein um hann eftir sr. Valdimar Eyianis í
Lögbergi 1. sept. 1955 hefur hann verið fæddur 5. janúar 1876, en
dáinn að heimili sínu(bráðkvaddur) 11. ágúst 1955.
Kona hans, Sigurbjörg Benjamínsdóttir, er áður getur, dó 9. des-
ember 1965. Gunnar bjó níu ár í Marshland í Manitoba, en fluttist
1908 til Westbourne, sem er á sömu slóðum, og bjó þar síðan. Þau
hjón nutu virðingar og aimennra vinsælda.
Nefni ég hér börn þeirra og styðst þar einungis við upplýsingar,
sem Ragnheiður O. Björnsson á Akureyri hefur vinsamlega veitt mér
í bréfi, rituðu 30. september 1967.
a) Björn, kvæntur amerískri konu, er Dolly heitir. Tóku þau við
jörðinni í Westbourne af gömlu hjónunum (Gunnari og Sigurbjörgu).
Þau eiga börn:
40