Skagfirðingabók - 01.01.1967, Síða 45
MÁLMEY
eftir GRÍM SIGURÐSSON
MÁLMEYJARLÝSING Gríms Sigurðssonar, útvarpsvirkja á Akureyri,
sú er hér kemur á prenti, var upphaflega samin handa Ríkisútvarpinu og
flutt þar haustið 1962 í erindaflokki, sem nefndist Eyjar við Island. Hún er
að öllum líkindum fyllsta og greinarbezta lýsing eyjarinnar, sem enn hefur
verið samin, og þót:i því viðeigandi að fá hana til birtingar í Skagfirðinga-
bók. Þakkar ritstjórnin höfundinum, hversu vel hann tók undir málaleitan
þess efnis.
Eins og glöggt má ráða af lýsingunni, er höfundur þaulkunnugur Málm-
ey, enda átti hann þar heima mörg ár í uppvexti, var þar með fósturforeldr-
um sínum, Franz Jónatanssyni og konu hans, Jóhönnu Gunnarsdóttur
(Sjá Skagf. æviskrár II), sem ráku þar um skeið stórbú. Þau bjuggu tví-
vegis í Málmey, fyrst 1910-14 og aftur 1919—41, tóku raunar jörðina til
ábúðar hið seinna sinn árið 1918, en nytjuðu hana fyrsta árið frá Skálá,
þar sem þau höfðu búið frá því 1914.
Skömmu eftir að erindi Gríms Sigurðssonar kom í hendur ritstjórnar-
innar, barst henni önnur Málmeyjarlýsing, sem Jón heitinn Jóhannesson,
fræðimaður á Siglufirði, samdi sumarið 1944 og sendi Sögufélagi Skag-
firðinga til ráðstöfunar. Hún er nokkru styttri en lýsing Gríms og ekki
jafn fjölþætt. Þar sem margt í lýsingu Jóns er samhljóða lýsingu Gríms,
þótti ástæðulaust að birta hana í heild sinni hér á þessum stað. A hinn
bóginn geymir hún nokkur fróðleiksatriði, sem ekki er að finna í frásögn
Gríms, og eru þau sett neðanmáls, þar sem við á, merkt stöfunum J. J.
Afmr eru ómerktar neðanmálsgreinar frá hendi útgefanda. Sömuleiðis voru
fléttaðar inn í lýsingu Jóns nokkrar síðari tíma sagnir úr Málmey, sem
rétt þótti að taka upp sjálfstætt, úr því eyjunni eru gerð skil í þessu hefti.
Ennfremur skal á það bent, að í júlí-hefti Heima er bezt, 1907, birtist stutt
Málmeyjarlýsing eftir Björn Jónsson í Bæ, og er þar að finna nokkur at-
riði, sem ekki koma fram hjá þeim Grími og Jóni.
Ólafur Olavius, sem ferðaðist um ísland I775-77, virðist fyrstur nátt-
úrufræðinga hafa stigið á land í Málmey og gert sér grein fyrir berg-
myndun þar. Hann segir í Ferðabók sinni, að eyjan sé gerð úr móbergi,
43