Skagfirðingabók - 01.01.1967, Side 52
SKAGFIRÐINGABÓK
flæðarmálinu í Klifinu eru tveir drangar, sem heita Litli- og Stóri-
klifdrangur.
Hér um bil einum kílómetra innan við Klifið er dálítil vík, sem
heitir Gataforvaðavík. Nafn sitt dregur hún af klettbrík allmikilli,
sem gengur í sjó fram sunnan við hana. Þar var stórt gat í gegnum
bríkina, sem ganga mátti um á lágsjávuðu. Þar er og stór hellir eða
hvelfing inn í bjargið fast sunnan við bríkina. Spölkorn innar er svo
syðsta vík eyjarinnar, Selvíkin, og skýrir það nafn sig sjálft. Fyrir
henni miðri er skarðið, sem áður er nefnt og skilur Kringluna frá
sjálfri eynni. Stórar grjóturðir eru báðum megin við Kringluna, en
fjaran inn af henni heitir Eyjarfótur. Smndum skolast hún að mestu
burt í miklum brimum, en myndast svo afmr eftir dálítinn tíma.
Frá Kringlunni liggur malarhryggur mikill, að mesm undir sjávar-
máli, alla leið inn í Þórðarhöfða. Hann er kallaður Málmeyjarrif, oft
í daglegu tali bara Rifið. Allstór hluti hans hefur stundum komið upp
úr sjó eftir mikil hafrót, en svo horfið afmr.*
Ekki gemr talizt skerjótt í kringum Málmey, en grunnt er þar víða,
einkum ausmr af henni. Norður af eynni eru hætmlegir boðar, eins
og sjá má á sjókormm, og eru þar í stórbrimum ægileg grunnbrot.
Að ofan er eyjan öll grasi vaxin og þýfð, en ekki er þar mikið um
hæðir eða hóla. Lækir eru engir né tjarnir nema í vorleysingum, en
víða streymir vatn út úr bjarginu ofarlega, enda er jarðvegurinn mjög
þykkur og gemr geymt mikið regnvatn. Því er gnægð vatns í eynni í
brunnum, sem aldrei þorna, þótt langvarandi þurrkar gangi.
Mjög mikið fuglalíf er við Málmey, einkum á vorin, og uppi á
eynni sjálfri verpa flestir algengir mófuglar og spörfuglar. Þó eru
rjúpur þar mjög sjaldgæfar, sjást helzt, ef allt er á kafi í snjó í landi.
Ýmsir sjaldgæfir flækingsfuglar sjást þar, aðallega á vorin. Gulþresti,
gráþresti og svartþresti sá ég þar oft, einnig vepjur og fleiri fugla,
sem enginn bar kennsl á.
* „Leið er yfir það (þ. e. Málmeyjarrif), fær smáskipum í ládeyðu. Er hún
lítinn spöl frá landi við Hellnanes, og er mið á henni, og eiga tvær vörður í
Sandvíkinni norðan við Höfðahólana að bera saman." (J. J.)
50