Skagfirðingabók - 01.01.1967, Qupperneq 70
SKAGFIRÐINGABÓK
skjóta þá og ná þeim úr þeirri kvísl. Þeir héldu sig mest í austasta ál
Héraðsvatna, enda þar vatnsmest. Þó var þar hætmsvæði mikið fram
með Hofdalaenginu. Þar skaut Jón Magnússon Ósmann frá Utan-
verðunesi 8 eða 10 seli eitt sumarið, er hann var þar við heyskap.
Hann var þá mesta selaskytta þar um slóðir og veiðimaður. Guð-
mundur Ólafsson, bóndi í Ási, skaut og marga seli. Ekki náði ég í
nema fjóra seli þau tvö sumur, sem ég fékkst nokkuð við skotmennsku,
en um 1000 fugla skaut ég eitt árið, annað um 700. Svo hætti ég
alveg við slíkt dráp, missti áhuga á því.
Sandarnir vestan Borgareyjar voru oftast þurrir á sumrin. Nú var
nokkurt vatn í þeim, en lítill vöxtur var þó ennþá kominn í Héraðs-
vötnin sökum kulda til fjalla. Þó var Vesturvatnakvíslin hjá Eyhildar-
holti svo djúp, að hún var óreið á svonefndu Kúavaði, sem var annars
allgott vað mestallt sumarið, að vísu djúpt og breitt, en botninn góður,
laus við hina illræmdu sandbleytu, sem gat verið hættuleg. Er leið á
sumarið, voru víða vöð á Héraðsvötnum beggja megin Hegraness.
Var maður fljótur að „læra" þau vöð og notaði þau óspart. Til dæmis
reið ég Vötnin tvö eða þrjú sumur undan Hellulandi og losnaði þannig
við að nota dragferjuna á Vesturósi, sem ætíð tafði fyrir. Auk þess
voru vöð undan Keldudal, og á Austurvötnunum voru vöð út í eyjar-
nar frá Ríp, þar sem heyjað var. Eitt sumarið fundum við þó aldrei
svo grunnt vað, að hægt væri að komast með heybandslest og urðum
að ferja allt það hey, sem flutt var heim. Venja var að setja upp hey
mikið á eyjunum, einkum engjaeyjunni, einnig stundum í Hrísey, og
aka svo heyinu heim á sleða að vetri.
Þegar við komum að Eyhildarholti, voru þar fyrir nokkrir menn úr
Hegranesi og hjálpuðu til við að koma kúm, hestum, farangri og fólki
yfir vatnsfallið. Tók fólk afar vel á móti foreldrum mínum, svo að
áberandi var. Man ég einkum þá bræður Gunnar og Guðmund Ólafs-
syni, bændur í Ási, og Sigurjón Markússon, bónda í Eyhildarholti,
þennan fyrsta dag í nýja prestakallinu. Svo var haldið að Ríp og komið
þangað um kvöldið. Var orðið áliðið kvölds, þegar búið var að bera
farangurinn inn og búa um rúmin. Var þá fólkið orðið þreytt eftir
langan og erfiðan dag.
Svo sagði faðir minn, að hvergi hefði hann hitt fyrir slíkt ágætis-
68