Skagfirðingabók - 01.01.1967, Page 71
í HEGRANESI UM ALDAMÓT
fólk og í Rípursókn. Ég hygg, að þetta sé ekki ofmælt. í Hegranesi
bjó þá (1900-1904) mikið mannval, og minnist ég þess ekki að hafa
fyrir hitt skemmtilegra og betra fólk en þar var þá í svo lítilli sveit.
Bæirnir voru - samkvæmt gamalli vísu:
Keta, Ríp, Hamar, Keldudalur,
Kárastaðir, Ás, Beingarður,
Eyhildarholt, Egg, Hróarsdalur,
Helluland, Vatnskot, Rein, Garður,
Ásgrímsstaðir, á yztu brík
Utanverðunes, Keflavík.
Nú (1962) eru Ásgrímsstaðir í eyði, Vatnskot eru tvær jarðir, Hegra-
bjarg og Svanavatn. Að öðru leyti held ég, að sömu bæir og áður séu
í Hegranesi - nema Rein er kannski í eyði?
Mér leizt þegar vel á mig í Hegranesi. í Lýtingsstaðahreppi var
gott fólk, en miklu meira var þar af kotungum en í Rípurhreppi.
Auðvitað voru þar einnig „svartir" sauðir og komngar, en það var létt
yfir fólki þar út við sjóinn og yfir höfuð að tala meiri menningar-
bragur. Mikið brá mér fjórum árum síðar, er við fluttum vestur á
Snæfellsnes. Þar var kotungsskapur í Fróðárhreppi og Helgafellssveit,
aðeins fáar undantekningar. Munurinn var sá, að Skagfirðingar voru
opinskáir, Snæfellingar þegjandalegir og dulir, Skagfirðingar frjáls-
legir og kátir í umgengni, Snæfellingar útúrborulegir og daufir í
dálkinn, Skagfirðingar sungu hátt og orm glaðar vísur og söngva,
Snæfellingar þögðu, og þeir sem orm, fengust helzt við sorgleg efni,
Skagfirðingar vom hestamenn og átm góða reiðhesta, Snæfellingar
gengu og teymdu áburðardrógar sínar á þeim árum, oftast nær. Nú tel
ég víst, að Snæfellingar séu orðnir mannaðir engu síður en Skag-
firðingar, og auðvitað hefur ætíð verið margt ágætt fólk á hinu fagra
Snæfellsnesi, og auðvitað eru undantekningar margar á báða bóga.
Sveitarhöfðinginn í Rípurhreppi var árið 1900 vafalaust Ólafur
Sigurðsson í Ási, og hafði lengi verið svo. Hann var alþingismaður
Skagfirðinga 1865-67, og var mér sagt, að hann hefði aldrei haldið
69