Skagfirðingabók - 01.01.1967, Síða 72
SKAGFIRÐINGABÓK
ræðu á þingi.* Veit ég ekki, hvort það er satt. Hann var fæddur 1822
og dó 1908. Var hann því 78 ára, er ég sá hann fyrst. Kona hans, Sigur-
laug Gunnarsdóttir frá Skíðastöðum í Laxárdal, var fædd 1828, og dó
1905. Ólafur var tæplega meðalmaður á hæð, mjög grannur. Hann var
ellilegur orðinn, harðlegur í andliti, augun ljós og köld. Aldrei sá ég
honum stökkva bros. Reglumaður var hann mikill, drakk eitt staup
af brennivíni á morgnana, kvaðst hann gera það að læknis ráði.
Stundum veitti hann heldri mönnum, er til hans komu, romm í köldu
vatni, nefndi það „grogg", en drakk sjálfur lítið. Einu sinni sá ég hann
ofurlítið kenndan, hafði hann þá verið að drekka grogg með Sigurði
Pálssyni lækni, en sagt var, að lækninum þætti sopinn góður. Ólafur
breyttist ekkert að öðru leyti en því, að ofurlitlum roða sló á fölar
kinnar hans, og hann var lítið eitt örvari í orðum. Hann var þá hættur
að búa, hafði byggt tvö stór timburhús í Ási, hið fyrra er nú um 100
ára, stendur enn. Var það fyrsta timburhús í Skagafirði (í sveit).
Árið 1900 hafði hann afhent sonum sínum, Gunnari og Guðmundi,
jörðina, en bjó sjálfur í tveimur herbergjum og eldhúsi í efra (nýrra)
húsinu, þar sem Gunnar bjó og kona hans, Guðný Jónsdóttir prests
Þorvarðssonar, síðast í Reykholti. Guðmundur var kvongaður Jóhönnu
Einarsdóttur, ættaðri úr Fljómm, mjög fallegri konu.
Sigurður, sonur Ólafs, bjó á Hellulandi, fékk þá jörð afhenta af
föður sínum. Hann var hreppstjóri Rípurhrepps. Kona hans var Anna
Jónsdóttir, systir Guðnýjar í Ási. Enn var Björn, augnlæknir í Reykja-
vík, landskunnur maður, sonur Ólafs. Kona hans var Sigrún ísleifs-
dóttir prests að Arnarbæli. Gunnar Ólafsson dó síðla sumars 1900,
kvað læknir, að taugaveiki hefði orðið honum að bana. Hygg ég nú, að
svo hafi ekki verið, hann lá stutta legu, og engin taugaveiki gekk í
Skagafirði það haust. Gunnar var um fertugt, er hann féll frá, var
það mikill mannskaði. Ekkja hans bjó fyrst í Ási ásamt börnum sínum,
* Þá kom alþing saman annaðhvert ár, að sumarlagi, og sat Olafur því á
tveimur þingum. Þess vegna er það ógreinilegt í Skagf. æviskrám, þegar sagt
er, að Ólafur hafi verið þingm. Skagfirðinga 1864-69, eða allt þar til sr. Davíð
Guðmundsson settist á þing, þar eð af því mætti halda, að Ólafur hefði setið
á þremur þingum, 1865, I867 og 1869. (H. P.)
70