Skagfirðingabók - 01.01.1967, Page 75
í hegranesi um aldamót
Helluland er stór og góð jörð utarlega í Hegranesi að vestan. Þar
bjó þá elzti sonur Ólafs í Ási, Sigurður hreppstjóri, eins og áður er
getið, og kona hans, Anna Jónsdóttir, gáfuð kona. Börn þeirra voru
öll heima fyrstu árin, er við vorum á Ríp. Þórunn var elzt, um tvímgt,
einkennilega töfrandi stúlka, gáfuð og skemmtileg. Hún átti unnusta
í Kanada. Var þessi ráðahagur gegn vilja foreldra hennar, en maður-
inn kom og sótti Þórunni, og giftust þau. Þórunn varð skammlíf,
andaðist í Kanada 1904. Hún eignaðist einn son. Hann kom heim
og ólst upp á Hellulandi, en faðir hans, Halldór að nafni, sótti hann,
er drengurinn var 14-15 ára og tókst að gera úr hinum efnilega pilti
Kanadamann. Ég sá hann ekki alls fyrir löngu ásamt föður sínum
hér í Reykjavík; var maðurinn miklu líkari í móðurættina að útliti.
Elzti bróðirinn var Jón Sigurðsson. Hann fór til Þýzkalands um
17-18 ára gamall og vann þar þegar fyrir sér í búð í Hamborg. Kunni
þá lítið sem ekkert í þýzku, en með fádæma dugnaði vann hann sig
upp, lærði vélfræði og kom að því loknu heim. Hann bjó lengst af í
Hrísey á Eyjafirði. Jón var æskuvinur minn, þrekmaður, vel gefinn;
hitti ég hann oft hér í Reykjavík. Dóttir hans, Anna, er kona Torfa
Hjartarsonar tollstjóra. Jón drukknaði með vélbátnum Hegra, er hvarf
í Húnaflóa eina óveðursnótt.
Ólafur, næstelzti sonur Sigurðar á Hellulandi og Önnu, var jafnaldri
minn. Hann tók við Hellulandi eftir föður sinn. Ólafur var þjóðkunnur
maður, síðast ráðunautur um æðarvarp. Hann bjó alla tíð á Hellulandi
ásamt konu sinni, Ragnheiði Konráðsdóttur, og gerði garðinn frægan
og fagran með miklum og smekklegum húsbyggingum og ræktun
stórra túna. Þau hjón voru kunn vegna afburðagestrisni. - Ólafur var
mannblendinn og félagslyndur með afbrigðum, ég geri ráð fyrir, að
hann hafi sótt alla þá fundi, er hann náði til að sækja, og lét hann
jafnan mikið til sín taka bæði í ræðum og riti og samtölum við ráða-
menn þjóðarinnar á hverjum tíma. Vinfasmr var hann og hjálpsamur.
Ég geri ekki ráð fyrir, að margir samtíðarmenn okkar hafi komið á
fleiri bæi á landinu en Ólafur, nema ef vera skyldi Páll Zophoníasson.
Ólafur var fróður maður bæði um mannfræði og skáldskap, kunni
hann ógrynni af vísum og kvæðum. Hann varð bráðkvaddur á heimili
sínu haustið 1961. Ég sakna hans mjög úr vinahópi.
73