Skagfirðingabók - 01.01.1967, Síða 77
í HEGRANESI UM ALDAMOT
mikill, þá á bezta aldri. Bjó hann í Utanverðunesi ásamt föður sínum,
Magnúsi Árnasyni, og bróður sínum Árna.
Jón Magnússon ferjumaður var vinur minn góður. Hann reri oft
til fiskjar, og var ég stundum með honum í þeim róðrum. Selaskytta
var hann og átti mikla haglabyssu, framhlaðna, hlaupvíðustu byssu,
sem ég hef séð af handvopni að vera. Hann hlóð hana afar stórum
skotum, hellti púðri í hólkinn, lét svo hampforhlað og loks stór högl
og svo bréfaforhlað fremst. Ég var stundum með honum á selveiðum,
fannst mér bátkænan kippast við, er skotið reið af.
Gaman var að vera með Jóni við ósinn og úti á spegilsléttum firð-
inum, þegar miðnætursólin sýndist fljóta á hafinu í fegursta litskrauti.
Við veiddum margan silunginn og þar á meðal stóra sjóbirtinga,
jafnvel laxa. Voru þessir fiskar oft 10-15 punda dolpungar. Jón sagði
þá margt skrýtilegt, og væri gaman að muna sumt af því orðrétt, en
ekki þori ég að fara með það hér. Málverk Jóns Stefánssonar af sela-
skyttunni er af Jóni Magnússyni. Jón átti kofa við ósinn að austan.
Er hann nú þaklaus og hrörlegar tóftir. Hann var úr grjóti og torfi.
Þar inni hafði hann flet, er hann svaf oft í, og steinolíuhitara, þar
suðum við silung stundum. Hann átti ætíð hákarl, rúgbrauð, oft hangi-
ket og reyktan lax.
Slægjur voru litlar og lélegar í Nesi, og fékk Jón að heyja í Hofdala-
eyju eitt sumarið, sem við vorum á Ríp. Hann hafði byssuna miklu
með sér og jafnan hlaðna. Skaut hann þá marga seli þar í kvísl einni
við engjarnar. Einn dag skaut ég sel þar um slóðir, og sökk hann.
Kom þá Jón hlaupandi út eftir til mín og með honum Sigurður Guð-
mundsson (síðar arkítekt), sem var á svipuðum aldri og ég. Sóttu þeir
mig vestur yfir Vötnin, og var nokkur galsi í Jóni. Hafði hann í
fórum sínum skyrhákarl góðan, rúgbrauð, smjör, harðfisk, að ó-
gleymdri brennivínsflöskunni, sem hann saup oft á, meðan við borð-
uðum kræsingarnar. Ekki drukkum við Sigurður, enda ekki siður
ungra manna á þeim tímum að neyta áfengis, svo ég vissi til. Þó
munu hafa verið einstaka undantekningar, en aldrei sá ég það. - Selinn,
sem var fullorðinn brimill, fundum við síðar um kvöldið, rekinn upp á
eyri neðan við Lón, úti undir Ausmrósi. Bóndinn á Lóni átti rekann
þar, og þótti mér það fremur slæmt, en gat þó vel sætt mig við það,
75