Skagfirðingabók - 01.01.1967, Blaðsíða 80
SKAGFIRÐINGABÓK
Helga Bjarnadóttir, fríð og merk kona, dó í janúar 1904. Mun
lungnabólga hafa orðið henni að bana, eins og mörgum öðrum á þeim
árum. Þau áttu efnileg börn. Páll, sonur þeirra, nú bóndi í Beingarði
í Hegranesi, var 3-4 ár hjá foreldrum mínum á Fróðá og í Bjarnarhöfn.
Á Rein bjó Jón Þorsteinsson, afburða dugnaðarmaður til allra verka,
ágætur söngmaður og bezti drengur Ekki var mikið um sönglíf í
Hegranesi. Ég spilaði á stofuorgel, er við áttum, í kirkjunni. Brá mér
við hinn góða söng á Mælifelli og lélegan söng á Ríp. Beztan kirkju-
söng í sveit í Skagafirði heyrði ég á Reynistað, stjórnaði þeim söng
Benedikt á Fjalli, faðir dr. Jakobs, orðabókarritstjóra. Ég man ekki
til þess, að ég væri í kirkju á Sauðárkróki, en á Hólum var ég í kirkju,
og var þar hvort tveggja lélegt, organistinn og söngurinn. Síðasta
árið, sem við vorum á Ríp, var Jón á Rein organisti við messur, ég
var þá svo lasinn, að ég gat ekki annazt það.
Á Egg bjó árið 1900 Jón Guðmundsson, gamall ekkjumaður. Sonur
hans, Þorkell, tók við jörðinni 1902. Kona hans var Anna Sigurðar-
dóttir. Þau hjón voru vinsæl og gott fólk. Á Egg var timburhús, er
Jón hafði látið byggja, myndarlegt og gott heimili. - Lítið býli, Eggjar-
sel, var á Borgarey, er ég var á Ríp. Bjó þar Pétur Guðmundsson og
Halldóra Guðmundsdóttir, er faðir minn gaf saman. Voru þau þá bæði
gömul, einkum Pétur.
í Keldudal bjó Benedikt Halldórsson og Ragnheiður Sigurðardóttir,
skemmtileg hjón. Kom ég þangað stundum. Benedikt spilaði vel á har-
moniku. Á Kárastöðum bjó Ólafur Guðmundsson og Sigurbjörg
Jónasdóttir frá Plróarsdal. Ólafur var fátækur maður, heilsulítill. Kom
ég þangað með föður mínum í húsvitjunarferð, svo og eitt sinn, er
Ólafur lá hættulega veikur. Þetta var gott fólk, en ég þekkti það lítið.
í Vatnskoti bjó Guðjón Gunnlaugsson og Guðrún Arngrímsdóttir.
Guðjón var trésmiður, dugandi maður. Sonur þeirra var Skúli, prófess-
or í Árhus, en dóttir Þorbjörg bankaritari, er lengi var samverkamaður
minn í Landsbankanum, dugleg, góð stúlka, giftist ekki og dó á bezta
aldri.
í Beingarði bjó Stefán gamli Ásmundsson og kona hans, Anna Jó-
sefsdóttir, miklir fátæklingar. Brugguðu þau hið sterkasta kaffi, sem
ég hef bragðað, enda var kaffi þeirra aqua vitae (lífsvatn), og var
78