Skagfirðingabók - 01.01.1967, Qupperneq 81
í HEGRANESI um aldamót
þeirra mesta böl og kvíði að vera kaffilaus. Mat fengu þau mikinn frá
Ríp og Ási, einnig kaffi, þegar í þrot komust, en oft reið Stefán gamli
út á Krók til þess að herja út hjá kaupmanninum „sína ögnina af
hverju," fór þá að rjúka, er karl kom heim, hvort sem var á nótm eða
degi. - Ekki þvoði Stefán sér oft um andlit eða hendur, um hendur þá
helzt, er hann var að vitja um silungsnet sín, en hann veiddi vel silung
í Héraðsvötnum í lagnet. Hann reið út í engjahólmana frá Beingarði,
var þar djúpt, oft nær því á sund, en karl var ekki ragur við vatnsföllin.
Einu sinni sem oftar kom hann að Ríp, og bauð móðir mín honum
mat og kaffi í eldhúsinu. Þá var karl nær því kolsvartur í framan, kvað
hann lampatíru hafa ósað hjá sér í gær. Sagði móðir mín honum þá að
þvo sér, og gerði hann það. Annars voru þá margir, sem ekki þvoðu
sér daglega, og hreinlæti var, satt að segja, víða mjög ábótavant, enda
torfbæir nær alls staðar, víða lélegir. Hreinlæti var þó á betri bæjum
yfirleitt og breiddist út frá kaupstöðunum, þar sem húsakynni voru
miklu betri og afkoma skárri hjá almenningi.
Sigurjón Markússon, óðalsbóndi í Eyhildarholti, sem ég hef áður
getið, var einn af framtakssömustu mönnum í Hegranesi um aldamótin.
Hann var hreppsnefndaroddviti, meðan við vorum á Ríp. Hann hafði
nýlega byggt stórt og veglegt timburhús. Sigurjón var fríður maður,
og snarlegur, kátur og skemmtilegur. Hann og faðir minn stóðu fyrir
því, að rjómabú (samlagsbú til smjörgerðar) var stofnað 1901, og
hafði það aðsetur í Eyhildarholti. Ráðskona þess var fyrst Pálína Jóns-
dóttir frá Egg, ásamt Sigurlaugu Vigfúsdóttur, sem var ráðskona Sigur-
jóns í Eyhildarholti. Keypm þeir smjörvinnsluvélar og seldu smjör til
Bretlands. Illa gekk að fá menn í þessi samtök, þótt starfræksla rjóma-
búsins væri hið mesta framfaramál á þeim árum. Faðir minn hafði 11
kýr á Ríp, en Sigurjón komst víst upp í 18-20 kýr. Ásverjar voru fast-
heldnir á fjárbúskapinn, þó held ég, að þeir hafi verið með í smjör-
búinu, þeir á Egg og nokkrir fleiri. Þeir fengu gott verð fyrir smjörið,
eftir því sem þá gerðist. Eftir að faðir minn fór frá Ríp, hætm menn
fljótt samtökum þessum, Sigurjón varð að þrauka við þetta einn, og
lagðist búið niður sem samlagsbú.
Sigurjón byggði fyrsmr nýtízku fjárhús með samstæðum króm undir
einu þaki og hlöður við. Ekki varð honum allt til fjár, eins og oft
79