Skagfirðingabók - 01.01.1967, Síða 84
SKAGFIRÐINGABÓK
til útiveru, tefldum við eða spiluðum á spil í frístundum frá lærdómi
eða vinnu.
Fyrir ofan túnið á Ríp var slétt mýri. Þar var oft gott skautasvell.
Söfnuðust oft saman þar hópar ungs fólks frá næstu bæjum á kvöldin,
og lékum við okkur þar á skautum, er veður var gott. Oft fór ég á
skautum út að Ási og tefldi skák við Guðmund bónda Ólafsson. Var
hann allgóður taflmaður, skemmtilegur og greindur maður. Ólafur
faðir hans hafði lengi Drangey á leigu. Var Guðmundur þá sigmaður
þar ár eftir ár. Hann var góður sjómaður, átti fjögurra manna far,
sem hann hafði stundað á fuglaveiðar og fiskiveiðar á hverju vori
lengi. Nú var hann hættur hinu hættulega verki að síga í Drangeyjar-
björg, gerði hann það fyrir beiðni konu sinnar, Jóhönnu Einarsdóttur.
Stundum reri hann þó enn til fiskjar. Eitt vorið rerum við Sölvi Jóns-
son og ég fjóra róðra með honum og vinnumanni hans og fiskuðum
vel. Guðmundur Ólafsson dó á Sauðárkróki háaldraður. Hann var
dugnaðarmaður og mesti sómamaður.
Ég var þaulvanur klettum frá Mælifelli, og var það oft skemmtun
okkar að klifra í klettunum suður af Háubrekku. í Hólmabergi vestan
við Ríp verpti hrafn. Fór ég upp í hreiðrið og náði eggjunum, en
steypti hreiðrinu niður. Hættulegt var að fara í þetta hreiður.
Eitt sinn var ég að koma utan með sjó, austan Naustavíkur og gekk
fjörur undir hömrunum. Farið var að dimma, enda var þetta um haust.
Aðfall var og fjaran mjó. Setti þá einveran ónotalegan geig að mér,
réð ég til uppgöngu, þar sem mér sýndist tiltækilegt. Er það versta
klettaganga, sem ég hef lent í, enda hafði ég byssuna á bakinu. Ég fór
svo heim að Keflavík til Gunnars bónda og hans ágætu konu og barna,
fékk þar beztu viðtökur.
Klettar, sums staðar háir, eru vestan á Hegranesi, frá Vesturósi og
út að Naustavík. Þar er lending, og áttum við þar bát, lítið fjögurra
manna far, og rerum til fiskjar á vorin, til gagns og gamans. Austan
Naustavíkur taka aftur við ldettar inn austurströndina, eru þar þó
víkur hjá Keflavík. Klettar þessir ná inn í Garðskrók. Þar stóð uppi
bátur Guðmundar í Ási og lítill bátur frá Garði, svo og prammi. Jónas
í Hróarsdal smíðaði sérstaklega stöðuga og vel lagaða pramma. Allt
var þannig vandað og viturlega frá gengið, er Jónas gerði.
82