Skagfirðingabók - 01.01.1967, Page 90
MÁNAÞÚFA OG TRÖLLA-LÖGRÉTTA
eftir JÓN N. JÓNASSON Á SELNESI
I.
Engin þjóð á austurhveli jarðar, og líklega hvergi í heimi
hér, á nokkurt rit meðal bókmennta sinna, er sé hliðstætt við Land-
námabók okkar íslendinga. Um Landnámabók segir próf. Jón Jóhannes-
son svo: ... „Engin þjóð í Norðurálfunni á slíka heimild um uppruna
sinn. Hún er undirstöðurit um alla sögu okkar íslendinga fyrstu aldirn-
ar ásamt íslendingabók." (Gerðir Landnámabókar, bls. 7, Rvík 1941).
Hinn mildi fræðimaður Guðbrandur Vigfússon tekur enn dýpra
í árinni í I. bindi af Safni til sögu íslands bls. 193. Hann segir: „Land-
náma er hin mesta prýði bókmennta vorra og engin sögubók er oss
jafn dýrmæt sem hún. í sumri grein væri meiri skaði fyrir sögu
landsins að missi hennar einnar en allra hinna."
Talið er, að Ari fróði hafi samið hina fyrstu gerð Landnámabókar,
en það rit er nú glatað. Næsm gerð telja nútíma fræðimenn (Jón Jó-
hannesson o. fl.), að Styrmir prestur Kárason hinn fróði hafi ritað og
þá að meira eða minna leyti eftir bók Ara. Haukur lögmaður Erlends-
son getur þess í eftirmála Hauksbókar, að hann hafi ritað Landnáma-
bók sína (Hauksbók) „eptir þeiri bók, sem ritat hafði herra Sturla
lögmaðr, inn fróðasti maðr, ok eptir þeiri bók annarri, er ritat hafði
Styrmir inn fróði."
Þessi Styrmisbók er nú einnig glötuð, en Sturlubók er enn til og er
elzta gerð Landnámabókar, sem enn er til í heilu lagi. Talið er, að það,
sem enn er til af frumriti Melabókar, sé ritað seint á þrettándu öld af
Snorra Markússyni á Melum (d. 1313). í formála fyrir útgáfu af Mela-
88