Skagfirðingabók - 01.01.1967, Síða 96

Skagfirðingabók - 01.01.1967, Síða 96
SKAGFIRÐINGABÓK Á efsta toppi hæsta hólsins á Ketubjörgum er vel byggð og æva forn grjótvarða, sem vel gæti verið frá landnámstíð, því mjög er hún grasi gróin og allstór um sig. Gæti hún ekki hafa verið merkjavarða, sem hefði aðskilið landnám þeirra Eilífs og Mána? Það eitt er víst, að ekki er hún merkjavarða milli Ketu og Kleifar, því merki þeirra jarða eru við lækinn fyrir innan björgin. Á allri austurströnd Skagans, utan frá Skagatá og inn í Laxárvík, er hvergi neitt verulega greinilegt kennileiti, sem gæti hafa aðgreint landnám Eilífs og Mána, svo að ekki yrði um villzt, nema hæsti hóll- inn á austurbrún Ketubjarga. Það er því ekki um að villast, að sá hóll er hin forna Mánaþúfa. Á þjóðveldistímanum er líklegt, að mörk goðorða hafi einmitt verið við Mánaþúfu og að menn fyrir norðan hana hafi átt hofssókn að Hofi á Skagaströnd. Allar gerðir Landnámabókar segja, að Þjóðólfur goði, sonur Eilífs arnar, hafi búið að Hofi á Skagaströnd. Enn í dag skiptast kirkjusóknir um Ketubjörg, þannig að Hvammssókn nær þangað út, en Keta er innsti bær í Ketusókn. Þannig var það einnig árið 1713, þegar jarðabók þeirra Árna Magnússonar og Páls Vída- líns var samin. Ekki hef ég séð í heimildum, að Atli hinn rammi, son Eilífs arnar, hafi haft goðorð, en varla hefði slíkur höfðingi sem Guðmundur ríki á Möðruvöllum var gifzt dóttur Atla, ef hann hefði ekki haft goðorð, því að hjónabönd voru þá oftast stofnuð á allt öðrum grundvelli en nú gerist. Það var því mjög sennilegt, að Atli hafi haft goðorð um landnám föður síns, því varla hefði hann fengið Herdísi dóttur Höfða- Þórðar fyrir konu, ef hann hefði ekki haft mannaforráð. Hefði þá Mánaþúfa verið merki á milli goðorða þeirra bræðra. Sem fyrr er sagt, getur hinn svonefndi Mánahaugur alls ekki verið sama og Mánaþúfa, því að bæði er hann langt inni í heiði og þá hefði bær Mána verið alveg í útjaðri á landnámi hans, eins og próf. Ólafur Lárusson tekur réttilega fram. Nafnið á Mánahaug mun líka vera fremur ungt, líklega ekki eldra en frá 18. öld. Hinn svonefndi Mána- haugur er líka enginn „haugur" í venjulegri merkingu þess orðs, heldur er hann einkennilega strýmlagaður grjóthóll, sem ísaldarjökull- inn hefur á sínum tíma skilið þarna eftir á áberandi stað. 94
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208

x

Skagfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.