Skagfirðingabók - 01.01.1967, Síða 98
SKAGFIRÐINGABÓK
III. TRÖLLA-LÖGRÉTTA.
Vestan við Mánaþúfu er dálítill dalur eða slakki, sem nú er í
daglegu tali nefndur Bjargaskarð. Þessi slakki takmarkast að vestan af
aflöngum, hálfskeifulaga melhól. Ef til vill getur þessi slakki verið
gamall eldgígur.
Þar sem slakki þessi er lægstur, er hin svonefnda Trölla-lögrétta eða
Tröllaþing, sem sumir nefna svo. Þjóðsagan segir, að þar hafi tröllin
í Ketubjörgum haldið sitt árlega þing. En þetta er nú auðvitað aðeins
þjóðsaga.
í Bidrag til en historisk topografisk beskrivelse af Islands Nord-
lændinge-fjærding, segir P. E. Kristian Kálund svo og vitnar í skýrslu
forn’eifanefndar frá 1821: „Ennfremur segir þar, að á klettabjörgunum
við bæinn Ketu sé lítill hringur settur véböndum, sem nefnist Trölla-
lögrétta" (bls. 57 neðanm. Þýtt af mér J. N. J.).
Það er auðséð á því, sem Kálund skrifar um þetta, að hann hefur
ekki komið sjálfur á þennan stað. Hringurinn er ekki svo lítill, að
hann geti verið dómhringur, enda hafa dómar líklega aldrei verið
þar upp kveðnir. Því miður hefur vegurinn (ef veg skyldi kalla) verið
lagður þvert yfir hringinn og skiptir honum í tvennt. Hringurinn er
þar, sem skarðið er lægst og bezt skjól fyrir vindum og alveg á tak-
mörkum landnáma þeirra Mána og Eilífs.
Nokkra faðma fyrir suðaustan þennan hringvegg eru nokkrar búða-
tóftir af nákvæmlega sömu gerð og búðatóftirnar á Þingvöllum og
Hegranesþingi. Ekki man ég fyrir víst, hve margar þessar tóftir eru,
en ekki eru þær fleiri en fimm.
Engar heimildir eru til um það, hvernig á þessum tóftum stendut.
Vissulega eru þetta mjög forn mannvirki og líklega eldri en ritöld á
íslandi. Verður þá skiljanlegt, að þeirra er hvergi getið í fornum
rirum, sem nú eru tiL Er því ekki um annað að ræða en getgátur og
líkur fyrir því, hvers vegna þessi hringveggur og búðatóftir eru þarna.
Nafnið bendir til þess, að þarna hafi verið einhvers konar þing-
staður. Ekki hefur það þó verið vorþing eða dómþing. Til þess eru
búðatóftirnar of fáar og enginn dómhringur er þar. Næstu vorþingin
96