Skagfirðingabók - 01.01.1967, Qupperneq 103
FJÁRSKAÐI í ÖLDUHRYGG
sagði Gísli: „Hvað er að tala um það, bróðir. Hver hefur komið hér,
sem hefur eytt svo litlu heyi?" Rósant brá skapi, því að hann var
snöggur upp á lagið og sagði, að þessir sauðir skyldu þá vera í sinni
ábyrgð, en til þess þurfti ekki að taka, því að sauðirnir gengu fram.
Þegar Rósant fór frá Víðivöllum, var hann eitt ár á Bakka í Hólmi
og síðan eitt ár á Uppsölum í Blönduhlíð. Þann 15. maí 1893 kvænt-
ist hann Stefaníu Guðmundsdóttur. Hún var fædd að Geirmundarhóli
í Fellshreppi 7. nóvember 1862 og fluttist með móður sinni, Jóhönnu
Þorkelsdóttur, að Miklabæ í Blönduhlíð árið 1885, þegar séra Einar
Jónsson flutti þangað frá Felli í Sléttuhlíð. Stefanía var vinnukona
hjá Gísla á Víðivöllum, og kynntust þau Rósant þar og voru saman
eftir það.
Vorið 1893 fór Rósant að búa á parti af Stapa í Tungusveit og var
þar í tvö ár. Þá fór hann búferlum að Reykjaseli og bjó þar þrjú ár, en
búnaðist heldur illa, enda var það harðbalakot uppi í fjöllum og snjó-
þungt þar í meira lagi. Frá Reykjaseli flutti Rósant aftur austur yfir
Vötn og var þar tvö ár búlaus í Flatatungu og Tungukoti, en þriðja
árið bjó hann í Grundarkoti. Þaðan fluttist hann svo að Olduhrygg
vorið 1901 og bjó þar til dauðadags.
Eg man nokkuð glöggt eftir Rósant í Olduhrygg. Hann .var lágur
vexti, en beinvaxinn og nokkuð herðabreiður. Ekki þótti hann mikill
burðamaður, en kvikur á fæti og hressilegur, skrafhreifinn og
skemmtilegur í viðræðu. Hann var vel greindur og þótti orðheppinn
öðrum fremur. Flugmælskur var hann talinn, og fyrirmönnum sveitar-
innar reyndist hann stundum erfiður á málþingum. Rósant átti fáar
skepnur, þegar hann fluttist að Olduhrygg, og bjó við þröngan efna-
hag. Búpeningi hans hafði þó nokkuð fjölgað 1906, en þá um vorið
missti hann um þriðjung af fé sínu og átti 20 lömb um haustið.
Árið 1907 gekk búskapurinn vel, og fénu fjölgaði afrur til muna, en
það var ekki nema stundarhlé.
Árið 1907 fóru Miðvellir í eyði, næsti bær fyrir utan Olduhrygg,
og fékk þá Rósant jörðina og nytjaði hana með. Veturinn 1908 hafði
hann nokkuð af fé sínu á Miðvöllum og hirti það sjálfur, en Stefán
sonur hans hirti það, sem heima var af fénu, þá 12 ára gamall. Stefán
vandist því ungur að gæta fjár og ganga til fjalls. Hvort tveggja kom
101