Skagfirðingabók - 01.01.1967, Side 106
SKAGFIRÐINGABÓK
húsunum, unz rofaði til undir morguninn. Þegar Rósant kom heim, var
aðkoman ekki góð, en innan stundar var þó miklu aflétt, því að Stefán
kom þá heim eftir kalda nótt á skörinni við Svartá. Hann var ókalinn
nema lítið eitt á andliti. Engin skepna, sem út hafði verið látin, komst
í hús nema móhosótt ær, sem Stefán átti. Hún komst heim að fjárhús-
um í Ölduhrygg um nóttina og lét Stefanía hana inn, en hún fór oft
til fjárhúsanna um nóttina. Hún var ein í bænum með tvö börn: Pálu,
dótmr þeirra hjóna á þriðja ári, og dreng 8 ára, Magnús Jónatansson.
Skömmu eftir að þeir feðgar komu heim, herti veðrið aftur og stóð
með sama ofsa og hörku þann dag allan og næstu nótt. Að morgni
þriðja dags birti loks upp að fullu. Það fyrsta, sem sást af kindum,
var gamli sauðurinn, Fori, og ein ær gráflekkótt með honum. Þessar
kindur stóðu undir steini á háum melhól, sem rís beint upp frá bæn-
um. Fáeinar kindur fundust svo á mýrinni fyrir utan túnið í Öldu-
hrygg, allar lifandi, en mjög illa á sig komnar. Þegar búið var að
koma þeim heim, var farið út að Miðvöllum. Þá var Ófeigur Björnsson,
bóndi í Ytri-Svartárdal, kominn þangað og hafði komizt yfir Svartá
á ís. Hann mun hafa séð, hvernig komið var, á leiðinni til beitarhúsa
í Fremri-Svartárdal. Miðvallaféð hafði allt saman spennt suður fyrir
og margt af því ofan í árgilið. Nokkrar kindur voru hjá svonefndum
Sauðaskurði, þar af tvær dauðar. Nokkrar voru fenntar í hengju í
gilbarminum, og stóðu höfuðin fram úr hengjunni, og margt hafði
farið í gilið. Sumt var lifandi á skörinni, sumt helfrosið í krapi, og
milli 10 og 20 kindur höfðu farið í ána og flotið burt með straumnum.
Það rak síðar úr ánni úti hjá Sölvanesi og Hömrum, allt nema tvær.
Um helmingur af því fé, sem lifandi fannst á Miðvöllum, var ósjálf-
bjarga, og var það flutt á sleða heim að Miðvöllum og vakað þar yfir
því eina eða tvær nætur. Síðan var það flutt heim að Ölduhrygg og
sumu ekið á sleða. Kindurnar, sem fundust lifandi, lifðu allar, og eftir
nokkra daga hressmst þær allar nema ein. Það var gráhöttótt ær, sem
var skemmd af kali á fótum. Hún lá mánuð eða fimm vikur inni á
baðstofugólfi og varð að liggja á hliðinni, því að hún gat ekki kreppt
fæturna.. Gráhatta varð gömul ær.
Af kindunum, sem voru heima í Ölduhrygg, fundust 10 ær og
sauðurinn, og vantaði þá 19 ær, og þótm líkur benda til, að þær hefði
104