Skagfirðingabók - 01.01.1967, Side 115
FJALLIÐ MITT
fjallið. Þegar hann langaði til að lifa eitthvað stórt og verða mikill
maður, horfði hann á fjallið. Það var honum sígild fyrirmynd.
Aldrei var fjallið eins alvarlegt og á veturna. Þá brosti það aldrei.
En þá sá ég birtast þar flestar kynjamyndir. Þar á meðal voru tvo
tröll. Ég sá þau alltaf út um austurgluggann á baðstofunni. Já, meira
að segja þótt ég lægi á koddanum í rúmi mínu. Þau komu alltaf á
haustin með fyrsm snjóum. Þau sám þarna hlið við hlið. Það voru
líklega hjón. Hausar þeirra voru uppi undir fjallsbrún, en fæmrnir
héngu niður eftir hlíðinni.
Snjórinn í fjallinu hjálpaði ímyndunarafli mínu til að skapa þessar
verur. Um þessi tröll bjó ég til margar sögur, en uppistaða þeirra
flestra voru trölla- og útilegumannasögur, sem faðir minn sagði
okkur systkinunum á löngum rökkursmndum, og samdi þær þá jafn-
óðum.
Nú er langt síðan ég sá tröllin mín í Glóðafeyki. Þau hafa þar
sem sé aðeins vemrsem. Og ég kem aldrei í Skagafjörð á vemrna.
Ég efast ekki um, að þau sitji á sínum stað, og gaman væri að sjá þau
einu sinni enn, áður en lagt verður í síðusm göngur. Skyldu þau
nokkuð hafa fylgzt með tízku síðustu áramga? En eitt hefur þó
breytzt - þau sjá nú ekki lengur lítinn dreng við baðstofugluggann í
Torfmýri.
Undirhlíðar Glóðafeykis eru ávalar með mjúkum línum og gilja-
drögum, sem setja svip á hlíðina. Fjallagróðurinn þarna efra minnir á
lítil, fátæk börn. Blómaríkið, sem blasir við augum neðar í fjallinu,
minnir afmr á eftirlætisbörnin, sem alltaf hafa efni á því að vera vel
klædd. Þegar kemur efst í hlíðina og upp undir ldettana, tekur við
hinn yfirlætislausi háfjallagróður. Þar hnipra smájurtirnar sig saman
eins og lítil, feimin börn, saklaus, elskuleg og yfirlætislaus. Holtasóley
og jöldasóley brosa feimnar til fjallsins. Engin blóm eru eins lítillát
og nægjusöm og litlu fjallablómin. Og þó er kannski mosinn elsku-
legasmr allra jurta í öllu sínu umkomuleysi. Hann einn hefur vogað
sér upp á hæsta tindinn og gerzt þar fulltrúi hinnar lifandi náttúru.
Þar hefur hann ráðizt í það stórvirki að klæða berar klappir og gæða
þær lífi. Hann gat jafnvel, þegar nær var komið, sett svip lítillætis á
8
113