Skagfirðingabók - 01.01.1967, Blaðsíða 125
FRÁ HARÐINDAVORINU 1887
í sumarmálaáhlaupinu, sem um getur í bréfunum hér á eftir, rak haf-
ís að öllu Norðurlandi. Hinn 17. maí gerði stórhríð, sem stóð sólar-
hringum saman. Eftir hana varð sums staðar ófært með hesta sökum
fannfergis.
Fyrsta vöruskip til Norðurlands kom í apríllokin til Sauðárkróks,
„var það brátt tæmt af mönnum alls staðar að úr nálægum sýslum."
Eftir að hafísinn kom, var ekki um skipaferðir að ræða um sinn.
Á þessum árum fékk Skagafjarðarsýsla hallærislán oftar en einu
sinni og aðra hjálp, en ekki hefðu hallærislánin náð tilætluðum ár-
angri, ef ekki hefði notið við tveggja erlendra kaupmanna: John Cog-
hills og Carl Knudsens, sem síðar settist að á Sauðárkróki. Hér er ekki
rúm til að gera þeim verðug skil, en geta má þessarar umsagnar frá
árinu 1888, sem var litlu skárra en árið á undan: „Bætti það mikið úr
fyrir héruðum þeim norðanlands, er náð gátu til Sauðárkróks, að þar
voru vörubirgðir allmiklar, er fjárkaupmaður C. Knudsen átti þar
geymdar, en kaupmenn þar matarlausir sem víða annars staðar."
Sauða- og hrossaverzlunin við Breta mun hafa komið í veg fyrir
mannfelli í Skagafirði. Á útmánuðum, þegar verst gegndi, var þó
aðalfæðan horket, sem tíðast var etið úldið, því að saltskortur var oft
mikill. Eldiviðarskortur var og tilfinnanlegur, einkum í kauptúnunum.
Þar hýrðist fólkið í óupphimðum timburhúsum og fór ekki úr fömm
langtímum saman.
Þegar svo árar, sem hér hefur verið lýst, mætti ætla, að erfitt hafi ver-
ið að halda uppi lögum og reglu. Því var þó ekki að heilsa. Þótt íslend-
ingar hafi haft náin kynni af hungurvofunni, hefur slíkr aldrei skapað
ógnaröld morða, rána og gripdeilda, svo sem títt er með ýmsum
þjóðum. Hér hefur íslenzk menningararfleifð orðið þyngri á metunum.
Ef íslendingar hefðu engar átt bókmenntirnar, hvorki skráðar né í
munnlegri geymd, hefði verr farið. Þorvaldur Sveinsson, útvegsmaður
á Sauðárkróki, sagði þeim, sem þetta ritar, að sagnalestur, vísnagerð
og vísnagleði hefði haldið lífinu í fólkinu. „Það ortu allir," sagði
Þorvaldur, og má það til sanns vegar færa. Skúli Bergþórsson í Kálf-
árdal var rímnaskáld mikið og manna fornbýlastur á allt, er að kveð-
skap laut. Þangað var brotizt í ófærð til bókalána, skræðurnar gengu
síðan hús úr húsi á Króknum. Líka sögu er að segja úr öðrum hreppum
123