Skagfirðingabók - 01.01.1967, Qupperneq 128
SKAGFIRÐINGABÓK
sáralitla stofni, sem eftir var og sem við treystum á að lifa af, og efa-
laust gjörsamlega alla gagnsmuni af því fáa, sem af kann að tóra, þá
verður okkur auðsjáanlega eftir þessu ofantjáðu ómögulegt að gjalda
eftir jarðirnar þessi ár sömu landskuldarupphæð sem hin undanförnu
bærilegu ár og sem byggingarbréf okkar ákveða, og höfum við því
ekki önnur úrræði undir þessum kringumstæðum og í þessum stóru
og voðalegu vandræðum en sameiginlega að biðja yður, herra um-
boðsmaður, að gjöra nú allt, sem í yðar valdi stendur, til þess að við
fengjum einhverja talsverða linun á eftirgjaldinu, bæði fyrir þetta
næstliðna ár, sem hefur farið illa með efnahag okkar sem margra ann-
arra, og þá eigi síður fyrir þetta yfirstandandi fardagaár, sem að
nokkru (en alls ekki að öllu) leyti er ljóst orðið og sem hér að fram-
an er frá skýrt, að hefur þau áhrif á efnahag og kringumstæður okk-
ar framvegis, að við sjáum nú alls engan veg til að halda við búskap
næsta ár, allra sízt á jafnstórum jörðum, og er það því sameiginleg og
innileg ósk okkar, að þá þér skrifið yfirráðendum þjóðjarðanna í
Skagafjarðarsýslu og tjáið þeim sem nákvæmast ástandið klausmr-
landsetanna, þeirra er þér hafið umsjón yfir, að yður þá mætti þókn-
ast einnig að skýra sem nákvæmast frá kringumstæðum okkar í á-
minnztu tilliti. Óskið þér þess, erum við fúsir á að gefa yður svo sann-
ar og nákvæmar skýrslur sem við getum um fellinn á fénaði okkar
og fleira; okkur hefur komið saman um að leyfa okkur að stinga upp
á, hvort ekki mundi fást afsláttur eða tilslökun á eftirgjaldinu fyrir
hið næstliðna ár á Vá (einum þriðja hluta) og fyrir hið yfirstandandi
neyðarár Vi (á helming) eftirgjaldsins. Þetta finnst okkur mjög sann-
gjarnt, og við stöndum okkur þó sjáanlega verr við að gjalda þetta,
sem við nú höfum ákveðið, eins og komið er, heldur en fullt eftir-
gjald í þolanlegum árum og með áhöfn okkar lítið eða ekkert skerta.
Við treystum því, að umboðsstjórn líti nú með þeirri sanngirni og lin -
kind á mál þetta og hina hörmulegu hagi manna, að hún taki þessari
umkvörtun og beiðni okkar, sem við svo gildar ástæður virðast hafa
að styðjast, með þeirri mannúð og hluttekningu, að hún láti sér mildi-
legast þóknast að létta nú að nokkru leyti þá byrði, sem, meðan kraft-
arnir voru óveiklaðir, virtist ærið þung og lýjandi, og við efumst alls
ekki um, að bæði hún (o: hin réttláta umboðsstjórn) og sömuleiðis
126