Skagfirðingabók - 01.01.1967, Page 131
FRÁ HARÐINDAVORINU 1887
lífið þetta árið á þessum litla og nú mjög arðlausa bústofni, sem vér
höfum og varla mun gjöra hálft gagn þetta ár við það venjulega og
ekki verður heldur nema í það ýtrasta til að geta á hálfar ábýlisjarðir
vorar áhöfn. Þessu eruð þér öllu vel kunnugur og getið greinilega sagt
ástæður vorar, þegar þér gefið meðmæli yðar, ef yður þykir þess við
þurfa.
Virðingarfyllst og allra auðmjúkast
Hafsteinsstöðum, 13. júní 1887
Jón Jónsson
Til
umboðsmanns Reynistaðarklausturjarða
Það er alkunnugt, að yfir Skagafjarðarsýslu hafa gengið harðindi
nú mörg undanfarin ár, og vér eigum það mikið að þakka hinum
miklu gjöfum, sem veglyndir og kærleiksfullir meðbræður vorir er-
lendis skutu saman handa landi voru mislingaárið, að vér höfum allt
að þessu getað framfleytt lífi voru, án þess að líða stórkostlegan skort
eða hungur, en hið síðastliðna fardagaár hefur svo kreppt að oss, að
vér erum nú að þrotum komnir. Síðastliðið sumar var svo óþurrka-
samt, að vér gátum eigi aflað oss heyja með nokkurri nýtingu, og
þrátt fyrir það, þó vér setmm svo á síðastliðið haust, að heyafli vor
sýndist vera að vöxtum fullkomlega nægilegur til að framfleyta bú-
peningi vorum, hefur hann reynzt allsendis ónógur til þess. Kýr
urðu gagnslausar og eru í illu standi og meir eða minna skemmdar
til frambúðar. Fénaður hefur sýkzt af ýmsum kvillum, einkum
lungnaveiki og hjartveiki, að vér hyggjum, og drepizt hrönnum sam-
an, auk þess hefur nokkuð af honum verið skorið fyrir megurðar sak-
ir, þar sem fóðrið reyndist ónógt til næringar, svo sem fyrr er á vik-
ið. Þegar vér sáum, hverju fram ætlaði að venda, tókum vér upp á
því að reyna að bjarga skepnum vorum með því að gefa þeim korn-
mat, eftir því sem vér höfðum efni og ráð til, en slíkt kom að litlu
haldi, því bæði var það, að vér höfðum eigi efni á að leggja út fé
til að kaupa svo mikið kornfóður, sem nægilegt hefði verið til að
bjarga skepnunum, og svo var allsendis ómögulegt að útvega svo
9
129