Skagfirðingabók - 01.01.1967, Síða 132
SKAGFIRÐINGABÓK
mikinn kornmat, þar sem kaupstaðir voru kornmatarlausir, sigling-
ar heftar sökum hafíss og ófært að leggja hesta í langferð, sökum
kraftleysis þeirra og fóðurskorts í öllum eða flestum sveitum hér
norðanlands. Nú erum vér búnir að fella skepnurnar að meira eða
minna leyti, sumir halda eftir helmingi, sumir að vísu meiru, en
sumir aftur minna. Þessar skepnur, sem vér eigum eftir, eru í illu
standi og allsendis víst, að þær verða oss að lirlu gagni næsta ár.
Kaupstaðir eru kornbirgðalausir; vér höfum eytt kornmat vorum
handa sjálfum oss og til að reyna að bjarga skepnunum. Vér stöndum
nú uppi ráðalausir og sjáum eigi nú, hvernig vér fáum framfleytt lífi
voru framvegis. Að minnsta kosti er það víst, að vér höfum eigi hálft
gagn af skepnum vorum, og bú höfum vér ekki á hálfar jarðir vorar.
í tilefni af ofanskrifuðu leyfum vér undirritaðir leiguliðar klaust-
urjarða oss í auðmýkt og undirgefni að sækja um, að oss verði gefn-
ar upp að helmingi landskuldir þær, er vér eigum að greiða fyrir síð -
astliðið fardagaár, og að vér verðum leystir frá því að borga meira
en helming jarðargjalda (leigna og landskuldar) fyrir það ár, er nú
fer í hönd.
Staddir að Reynistað, 4. júní 1887
Auðmjúklegast
E. Gottskálksson á Skarðsá
M. Arason, Holtsmúla
Sigurður Arason á Kjartansstöðum
Elísabet Aradóttir, Kjartansstöðum
Guðrún Ólafsdóttir, Páfastöðum
Björn Bjarnarson, Kjartansstaðakoti
Steinunn Jóhannsdóttir á Geirmundarstöðum.
Bjarni Bjarnarson, Þröm
Helga Pémrsdóttir á Stóru-Gröf
Þorbergur Sigurðsson, Dúki
Þorsteinn Bjarnason, Litlu-Gröf
Jón Ingimundarson, Varmalandi
Jón Jónsson, Hafsteinsstöðum
Til
landstjórnarinnar yfir íslandi
130