Skagfirðingabók - 01.01.1967, Síða 133
FRÁ HARÐINDAVORINU 1887
Herra umboðsmaður Ólafur Sigurðsson í Ási.
í tilefni af því, að í vor gjörði tvo áfellisbylji hér í hreppi og af þeim
og slæmum undirbúningi varð svo ógurlegur skaði á öllum skepn
um, að fá dæmi munu vera til, þess vegna ritum vér yður með inni-
legri bón og beiðni að slá nú af landskuldunum, þriðjung þetta um-
liðna ár og helming næsta ár, þar það er meira af vilja en mætti, að
menn búa á þessum jörðum. í síðari hríðarbylnum gjörði hér afar
mikinn snjó og af því leiðandi varð svo mikill vatnsgangur, að þegar
hlánaði urðu miklar skemmdir á engjum hér á Hafragili og á Skíða-
stöðum, að fullur þriðjungur hefur orðið ónýtt af grjóti og möl, sem
áin bar upp.
Virðingarfyllst
Hafragili, 13. júní 1887
Gunnar Gunnarsson
Það er hér að framan um 4 jarðir að ræða:
Herjólfsstaðir,
Ragnheiður Eggertsdóttir
Skíðastaðir,
Hjörtur Hjálmarsson
Hafragil,
Gunnar Gunnarsson
Skefilsstaðir,
Sigríður Gunnarsdóttir
Til
Umboðsmanns Ólafs Sigurðssonar
að Ási
Þar eð svo er nú komið fyrir okkur undirskrifuðum, að vér höfum
vegna hinna dæmafáu harðinda misst mikinn hluta af bjargræðis-
skepnum vorum, og sumpart orðið að eyða honum vegna tilfinnan-
legs skorts á nauðsynlegu viðurværi, en eigi séð, að þér, herra umboðs-
maður, gætuð svo seint tekið lausasögn vorri á ábýlisjörðum okkar,
er þar á ofan hafa stórkostlega skemmzt af sandi og leir, sem Hér-
131