Skagfirðingabók - 01.01.1967, Side 139
ÆVINTÝRALEGT STRAND
átt varðtíma, þegar þetta vildi til. Jafnlangt var þá til flóðs og fjöru.
Frakkarnir reiknuðu með því, að skip þeirra mundi losna um flóðið,
og sú varð líka raunin á. En að sögn kom upp áköf deila meðal þeirra
um það, hvert halda skyldi. Vildi stýrimaður halda skipinu suður af
skerinu inn á fjörðinn. Ef svo hefði verið gjört, hefði öllu verið borg-
ið og ekkert strand orðið. Skipstjórinn vildi hins vegar halda skipinu
norður af skerinu í áttina til hafs, og hann réð að vonum úrslitum. En
á þeirri leið er svonefndur Múlaboði, nyrzti og viðsjálasti boðinn við
Skaga. Þangað lenti skipið í þokunni og lauk þar sögu sinni. Talið
var, að handalögmál hefði orðið um borð, áður en skipið var sveigt
norður á bóginn. Þótti útlit skipverja stranddaginn bera þess nokkur
merki. Frá þeirri viðureign kom stýrimaður og stuðningsmenn hans á
skipsbátnum upp í víkina, þar sem drengurinn varð á vegi þeirra.
Skipstjórinn og aðrir skipverjar héldu sig hins vegar á skipinu, unz
yfir lauk. Áhöfnin var samtals 19 manns að sögn þeirra, er bezt vita
og muna.
Máltækið segir: Fljótt flýgur fiskisagan. Sú mun og hafa orðið
raunin á um þetta strand. Hraðboði var sendur til Eggerts Briems á
Sauðárkróki, sem þá var sýslumaður Skagfirðinga. Kom umboðsmað-
ur hans þegar á strandstaðinn og gjörði viðeigandi ráðstafanir. En
hann var séra Hallgrímur Thorlacius, prestur að Glaumbæ. Var séra
Hallgrímur annálaður frönskumaður og hélt því uppi túlkun við rétt-
arhöld og önnur afskipti af þessu franska strandi. Uppskipun hófst
svo bráðlega á fiski og öðrum hlutum, sem hin franska skúta geymdi.
Hlupu margir bændur á Skaga frá orfum sínum til þess að taka þátt
í henni. Gekk uppskipunin sæmilega vel, þar sem hásumar var á og
oftast lygnt og sléttur sjór. Var strandmunum hlaðið í hrauka á slétt-
um grasbala upp af strandstaðnum og vakað yfir þeim að næturlagi.
Vín var lítt eða ekki í skipinu umfram það, sem skipverjar tóku með
sér. Var því lítið um brjóstbirtu hjá þeim, er að uppskipuninni stóðu.
Kom það lítt að sök, því að Skagamenn voru flestir miklir hófsmenn
á slíkan munað.
Um þessar mundir og lengi síðan bjó að Hrauni á Skaga, næsta bæ
við Þangskála, Sveinn Jónatansson, móðurfaðir minn. Þar var stórt
heimili og húsakynni í rýmra lagi miðað við þann tíma. Þar var einn-
137