Skagfirðingabók - 01.01.1967, Blaðsíða 141
ÆVINTÝRALEGT STRAND
hann hefði annazt um milli byggða. Komust samt allir, þótt seinlega
gengi, heilu og höldnu á ákvörðunarstaðinn.
Svo sem áður er frá skýrt, fór uppboð strandgóssins fram hinn 13.
ágúst. Stjórnaði því Eggert Briem, sýslumaður Skagfirðinga. Margt
manna var á uppboðsstaðnum. Selt var alls fyrir kr. 1932,35. Mest
keypti Pálmi Pétursson á Sjávarborg, síðar kaupmaður á Sauðárkróki,
þar á meðal skipsskrokkinn fyrir 51 kr. Ennfremur keypti hann stór-
seglið á kr. 30,50. Skipsbátinn keypti Sveinn Jónatansson á Hrauni
fyrir kr. 54,50. Vín var ekkert selt og aðeins 6 tunnur af brauði, sem
fóru á 12-15 kr. hver. Seldar voru 340 tómar tunnur á 10-25 aura
stykkið, 34 tunnur af salti voru boðnar upp, og fóru á 4-7 kr. hver
tunna. Mikið magn var selt af saltfiski. Voru 300 fiskar í hverju
númeri, og seldist á 15-18 kr. númerið eða 5-6 aura fiskurinn. Af
þessari stuttu upptalningu má ráða, að ódýrt hafi verið keypt af hálfu
þeirra, sem uppboðið sótm. Hafa þar sennilega átt sér stað einhver
samtök um það, að menn sprengdu ekki upp verðið hver fyrir öðr-
um. Munu bæði Skagamenn og aðrir hafa bætt sér vel í búi með því,
sem hin franska skúta bar að landi. Og þótt strandið bæri upp á hey-
annatímann, gaf það fólki mikið í aðra hönd. Það var jafnvel lífgandi
tilbreyting í fábreytni hversdagsleikans þar nyrðra. Og víst er um það,
að Skagamenn átm að skilnaði hlýjar minningar um hina vingjarn-
legu en fátæklega búnu frönsku sjómenn.
Vafalaust hafa myndazt einhverjar sögur um það, að sumir hafi
gjörzt djarftækir til hinna frönsku strandmuna. Bæði íslendingar og
aðrir hafa löngum átt erfitt með að láta óskoruð lög eignaréttarins ná
til slíkra muna, enda oftast örðugt og hætmsamt að ná þeim á land.
Fátt þessara muna man ég nú í eigu foreldra minna eða næstu granna.
Heima voru að vísu lengi til fjórar franskar tunnur, sem þótm þarfa-
þing til geymslu kjöts og annarra matvæla. Þó er mér einn hlumr al-
veg sérstaklega minnisstæður frá hinu franska strandi. Það var brjóst-
mynd af Maríu mey, hvítmáluð og úr harðviði gjör. Hafði hún lask-
azt í uppskipuninni eða strandinu, vantaði meðal annars nefið að
mestu og annað eyrað. Höfðu Frakkarnir því ekki hirt um að taka
hana með sér. Keypti faðir minn hana á uppboðinu ásamt braki úr
139