Skagfirðingabók - 01.01.1967, Page 151
ÞÁTTUR AF GILSBAKKA-JÓNI
Einu sinni var hann að koma að norðan, einn á ferð og fór Heiðar-
skarð miOi Norðurárdals og Kjálka. Tungl óð í skýjum. Sér hann þá
fjóra menn ríðandi skammt til hliðar við sig og þekkir alla. Voru
þeir þá allir látnir. Nú er gleymt, hverjir menn þessir voru, nema
Páll Jónsson, bóndi á Keldulandi, sá er hrapaði til dauðs í Merkigilinu
2. jan. 1860. Ekki er þess getið, að Jóni félli þessi samfylgd illa.
Fylgdust svipirnir með honum nokkra hríð, en hurfu síðan jafn snögg-
lega og þeir birmst honum.
Halfdanartungutryppið taldi Jón sig hafa séð aðeins einu sinni.
Hins vegar sá hann Skottu alloft. Var það einu sinni sem oftar, að
hann leggur sig út af í rúmi sínu um hádegisbil og vill fá sér blund.
Ekki voru fleiri inni. Tekst honum ekki að festa blundinn og verður
þá litið fram í baðstofudyrnar. Sér hann þá, hvar Skotta stendur á
þröskuldinum. Og ekki nóg með það, heldur geiflar hún sig alla og
glennir framan í hann. Varð nú Jóni skapfátt við Skottu, þrífur hland-
kollu við rúmstokkinn með nokkru í og skvettir á hana og lætur fylgja
nokkur vel valin orð. Skotta brá við snöggt og hvarf í eldglæringum
fram í göng, og gat nú Jón látið sér renna í brjóst.
Fýkur í kviðlingum
Eins og fyrr getur, stundaði Jón smíðar utan heimilis. Var hann
mikið á Hofsstöðum og í góðu vinfengi við það heimili.
Á Hofsstöðum var vinnukona Sigríður Bjarnadóttir. Hún mun hafa
þjónað Jóni, og kallaði hann hana jafnan fóstru sína. Um hana orti
Jón meðal annars:
Ólafsfjarðar forsjónin
fóstru sendi minni
burgeislegan biðilinn
bezta úr eigu sinni.
Fóstra mín er full með glens,
flest eru orðin bitur.
Enginn hennar skilur skens,
skelfing er hún vitur.
149