Skagfirðingabók - 01.01.1967, Síða 189
RITDÓMAR
í því, að fólk upp og ofan leggi eyrum við vísum minna heldur en fyrir manns-
aidri eða svo — að ekki sé leitað lengra afmr til samanburðar. En þannig er
þessu farið um ljóðagerð yfirleitt. Þetta hefur verið skýrt svo, að fleiri list-
greinar en áður þekkmst með þjóðinni laði nú til sín hugi almennings, tónlist
og myndlist af ýmsu tæi, leiklist, kvikmyndalist, o. fl., nú standi öllum til
boða sú listgrein, sem eigi sér í þeim dýpstar ræmr, fyrrum hafi orðsins list
átt leikinn næstum ein.
Ástæðulaust er að harma hlutskipti orðlistarinnar, hún bíður engan hnekki,
þó iðkendum hennar fækki, svo fremi þeim förlist ekki tökin, sem áfram
starfa undir merkjum hennar. Og ekki verður með sanngirni sagt, að íslenzk
orðlist hafi sett ofan nú undanfarna áramgi, þrátt fyrir „prentæðið", í megin-
dráttum hefur hún eflzt og aukizt að fjöibreytni, enda þótt fáir muni telja, að
hún rísi enn jafn hátt og að fornu. Vísnagerðin er hér ekki undanskilin. Ég
hygg ótvírætt, að stórum minna sé nú en áður um klambur og efnisrýrð í vísum,
sem fljúga fyrir, og snilldarvísur fæðast enn margar. Þeir Páll Olafsson og
Þorsteinn Erlingsson, í fylkingarbroddi, hófu daglegt mngutak til nýs vegs í
vísnagerð, og tækni þeirra gerði nýjar kröfur til vísnasmiða. Rímnamálinu
hafði fylgt steingert orðafar, þótt vitanlega fæm kenningar og heiti oft prýðis-
vel í tækifærisvísum, ef kunnátmsamlega var að verki staðið. Nú á dögum
heyrist vart bergmál rímnamálsins gamla í alþýðuvísum, nema þá helzt í
gamanskyni, heldur lifandi mngutak almennings, fellt að öllum jafnaði í réttar
áherzlur mælts máls. Hitt er svo annar handleggur, að skáldskaparfegurð vísna
eða annað ágæti þeirra fer nú sem fyrr eftir því, hver á heldur. Þá er einnig
ástæða til að nefna, að menn víðs vegar safna vísum kappsamlega, þannig að
alþýðuvísan sýnist eiga sér trausta iðkendur og unnendur. Og hvað sem líður
dvínandi vísnaáhuga almennings, þykist ég hafa reynsiu fyrir því, að vel kveðin
staka er enn í dag kær gesmr, þar sem fóik er saman komið til gamans sér eða
viðræðu, þótt fæstir í hópnum mundu vilja kalla sig orðsins menn, hvað þá
vísnavini, enda er haglega gerð vísa svo fallegur listgripur, að sá maður er
andlega daufur, sem hún læmr ósnortinn.
Þetta, sem nú hefur sagt verið, kemur mér í hug, þegar ég blaða í nýrri bók
eftir kunnan, skagfirzkan hagyrðing, Sigurbjörn K. Stefánsson frá Miðhúsa-
gerði í Oslandshlíð, f. 1917- Kveðskap sinn, eða svo og svo mikið af honum,
heíur hann tekið saman og gefið út ijósprentaðan. Sú útgáfuhugmynd er ekki
iila til fundin, útgáfukostnaður sjálfsagt minni með því iagi, og höfundur
stendur lesandanum nær, þegar hann hefur fyrir sér rithönd hans í stað prent-
stafanna. En góðir skrifarar þurfa menn að vera, svo þetta nái tilætluðum ár-
angri, og víst dregur Sigurbjörn fullvel til stafs, einkum þegar hann skrifar eins
og honum er eiginlegast. Skrautrimn fer honum miður úr hendi, stafagerðin
nokkuð sundurþykk sjálfri sér og bendir til þess, að höfundur hafi ekki numið
skrautstafagerð nægilega.
187