Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Blaðsíða 8
7
því hér áttu að rætast hátimbraðir draumar um að blása nýjum og efld-
um krafti í íslenskt mál og menningu: „að stofna alíslenzka nýlendu og
íslenzkt blað, til viðhalds tungunni“14 og sýna þannig „þann andlega upp-
risumátt síns íslenzka eðlis og endurreisnaranda“.15 Prentsmiðjukaup voru
ákveðin í janúar 1877. Þá geisaði harðskeytt bólusótt meðal íbúanna sem
felldi rúmlega hundrað manns en afskræmdi enn fleiri; mannfellir úr nær-
ingarskorti hafði verið viðvarandi allt frá því að fyrstu hóparnir settust
að í ontario á árunum 1873–1875 og áfram fyrsta árið í Nýja Íslandi.16
Prentsmiðja var flutt á uxateymi frá Minnesota fyrir milligöngu séra Jóns
Bjarnasonar, ásamt sérsmíðuðum íslenskum stöfum, en blaðið Framfari hóf
svo göngu sína í tæka tíð til að unnt væri að afhenda Lord Dufferin, land-
stjóra Kanada, fyrsta eintakið.17 opinber viðurkenning hans á Íslendingum
greiddi götu þeirra margvíslega og efldi ímynd þeirra út á við. Landnemar
Nýja Íslands töldu sig sjá óteljandi hliðstæður við landnám Íslendinga og
skráning landnámssögu Nýja heimsins hófst strax í Framfara (1877–1880),
hélt áfram í Leifi (1883–1886) en fann sér svo fastan farveg í Almanaki Ólafs
Þorgeirssonar (1894–1954).18 Vestur-íslensk blöð og tímarit eru án efa besta
heimildin um sögu og þróun íslenska samfélagsins í Vesturheimi en á viss-
an hátt voru það blöðin sem sköpuðu þetta samfélag og brúuðu óralangt
bilið á milli og innan heimsálfa og landa þar sem íslenska þjóðin hafði
dreifst. Í blöðunum voru Vestur-Íslendingar áfram til í vitund Austur-
Íslendinga. Þar hafði fólk upp á týndum ættingjum og fylgdist með vinum,
kunningjum og ættmennum, eða stofnaði til samskota fyrir þjóðþurftamál
á Íslandi, svo sem sjúkrahús, háskóla, eimskipafélag, eða til að styrkja sam-
landa til að takast á við skakkaföll eða komast aftur heim til Íslands.
Þorsteinn Þ. Þorsteinsson segir hugsanlegt að íslenskt mál og menning
hefði varðveist um ómunatíð ef Nýja-Ísland hefði verið numið á einangr-
14 Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, Vestmenn, bls. 107.
15 Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, Saga Íslendinga í Vesturheimi, 3. bindi, Winnipeg:
Þjóðræknisfélag Íslendinga í Vesturheimi, 1945, bls. 128.
16 Jonas Thor, Icelanders in North America, bls. 106.
17 Fyrsta tölublað Framfara kom út 10. september 1875 en 14. september steig
Dufferin lávarður á land í Gimli (sjá Þorstein Þ. Þorsteinsson, Saga Íslendinga í
Vesturheimi, 3. bindi, bls. 129 og 56). Í ræðu sinni í Gimli brýnir hann Íslendinga að
standa sig því að hann hafi lagt mannorð sitt að veði til að veita þeim brautargengi.
Hann telur að með flutningnum frá Íslandi veitist Íslendingum tækifæri til að sanna
sig og víkur lofi að bókaeign nýlendubúa, þrátt fyrir örbirgðina (sama heimild, bls.
60–69). Ferð Dufferins til Íslands, Jan Mayen og Spitzbergen árið 1856 varð víð-
fræg af ferðasögunni sem hann gaf út við miklar vinsældir ári seinna.
18 Sjá David Arnason, The New Icelanders, bls. 5–6.
ÍMYNDIR, SJÁLFSMYNDIR, ÞVERMENNINGARLEG YFIRFæRSLA