Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Blaðsíða 81
80
Tjáning Sigurðar um tilfinningar sínar var því ekki aðeins háð ritskoðun
heldur efnislegum takmörkunum bréfsformsins. Kannski má segja að þessi
fjarlægð í tíma og rúmi milli einstaklinganna hafi gert það að verkum að
þrástefin birtist í bréfunum.
Þrátt fyrir þessar margþættu takmarkanir bréfritara til tjáningar veita
sendibréfin ágæta innsýn í hugarheim íslensks vesturfara og í þær hug-
myndir sem voru ríkjandi á viðkomandi tíma. Þau sýna ennfremur hvernig
Sigurður brást við þessum hugmyndum og hvernig hann tók ýmist undir
þær, hafnaði þeim eða mótaði þær eftir eigin höfði, þannig að sjálfsmyndir
hans voru í stöðugri endursköpun út frá þeim aðstæðum sem hann var
staddur í. Allar áttu sjálfsmyndirnar það sammerkt að taka mið af því
hver var þátttakandi í samræðunni, nefnilega móðir hans. Því má segja
að Sigurður Johnsen hafi, eftir að hafa flutt til Norður-Ameríku, verið
háður orðræðukerfum þess að vera innflytjandi og síðan hermaður, en á
sama tíma háður bréfaviðtakandanum á Íslandi. Þar af leiðandi upplifði
Sigurður sig gjarnan á báðum stöðum á sama tíma, eða jafnvel hvorugum.
Því var ekkert fast í hendi hvað varðar sjálfsmyndir Sigurðar þó að hann
hafi reynt að byggja á öruggri sjálfsmynd úr fortíðinni sem síðan yrði stað-
fest í framtíðinni er Sigurður og móðir hans myndu hittast.
Zygmunt Bauman hefur haldið því fram að þegar þau félagslegu akkeri
losna sem gerðu sjálfsmynd einstaklingsins náttúrlega verði sjálfsmynda-
sköpun viðkomandi þeim mun mikilvægari til að finna sér hóp, samfélag
eða samband, þ.e. einhvers konar hugmynd um okkur.79 Vel má vera að
Sigurður Johnsen hafi fundið sér nýjar stoðir í samfélagi Norður-Ameríku,
t.d. sem verkamaður í Bandaríkjunum, bóndi í Manitoba eða hermaður
í kanadíska hernum, en hann virðist hafa átt erfitt með að lýsa þeim í
bréfaskrifum til Íslands, enda var hann, líkt og margur annar, í stöðugri
sjálfsmyndasköpun frá einum stað til annars. Sendibréf vesturfaranna gefa
færi á að rannsaka innri átök þeirra um sjálfsmyndir í baráttu við nýja
heimalandið og togstreitu við það gamla. Hafa ber þó í huga að sjálfs-
myndir eru aldrei eins og púsluspil – svo enn sé vitnað til Baumans – því
að púsluspilið hefur allt sem þarf til að fullklára myndina, sem er yfirleitt
fyrirfram gefin, en því er ekki að heilsa þegar sjálfsmyndir eru annars
vegar.80 Sjálfsmyndin verður því aldrei fullkláruð, einfaldlega vegna þess
að það liggur í hlutarins eðli, því sjálfsmyndir ná aldrei fullkomnu jafn-
79 Bauman, Identity, bls. 24.
80 Bauman, Identity, bls. 48.
óLAfuR ARnAR svEinsson