Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Side 178
177
Miðjan slær eign sinni á jaðarinn
Í viðtali sínu við Edmond Jabès spyr Paul Auster af hverju hann hafi skrifað
Le livre des questions. Jabès svarar með því að vísa í Maurice Blanchot, sem
sagði: „Þegar tveir tala saman þarf annar alltaf að þegja“.20 Jabès útskýrir
hvernig hlustandinn er í æ ríkari mæli þaggaður niður eftir því sem mæl-
andinn talar lengur, uns allar spurningar hverfa. Þetta er hugmynd sem
Christa Wolf hefur einnig rætt um í samhengi við völd.21 Kjarni vandans
sem felst í yfirtöku í skrifum er að sambandið milli mælanda og hlustanda,
rithöfundar og lesanda er aðalatriðið. Manneskjan sem segir sögu verð-
ur að manneskjunni sem á hana, án tillits til þess hvort sagan er sögð af
nákvæmni, er sennileg eða viðeigandi. Spurningin um ábyrgð rithöfund-
arins í tengslum við eignarrétt á sögum er einnig siðferðisleg.
Lee Maracle, sem talar opinskátt um málefni menningarlegs eign-
arhalds frá sjónarhorni kanadískra frumbyggja, tókst á við þetta málefni
árið 1989 í ritgerð sem hún kallar „Native Myths: Trickster Alive and
Crowing“, sem hefur margsinnis verið endurútgefin.22 Maracle er sann-
færð um að spurningin um yfirtöku raddar snúist um fleira en siðfræði.
Hún færir rök fyrir því að það sé verulegt vandamál hvernig rithöfundar
nota og taka yfir efnivið annarra menningarheima og annarra radda. Með
hennar orðum: „Sannleikurinn er sá að það felast bókmenntaleg óheilindi
í því að laumast um bókasöfn sem eru uppfull af glórulausu mannhverfu
bulli, sækja innblástur í ósannindi í nafni hugarflugsins og selja svo þennan
heilaspuna sem ‚indíánaþjóðtrú‘“ (bls. 314). Hún gengur svo langt að sjá
yfirtöku raddar sem „glæp“, ekki óskyldan „stríðsglæp“ sem framinn er
á tímum „friðar“. Rök hennar eru að „lög gegn ritstuldi voru sett til að
vernda vitsmunaleg heilindi bókmenntasamfélagsins. Að hrópa ‚ritskoð-
un‘ þegar maður er staðinn að verki við að dreifa vitleysu af þessum toga
of Nadine Gordimer, Charlottesville/London: University Press of Virginia, 1992,
bls.14–15.
20 Paul Auster, The Art of Hunger, New York: Penguin, 1997, bls. 152.
21 Christa Wolf, The Fourth Dimension, þýð. Hilary Pilkington, New York: Verso,
1988.
22 Lee Maracle, „Native Myths. Tricksters Alive and Crowing“, Landmarks. A Process
Reader, ritstj. R. Birks, T. Eng og J. Walchli, Scarborough: Prentice Hall Allyn
and Bacon, 1998, bls. 311–315. Lee Maracle á rætur sínar að rekja til Salish- og
Cree-þjóðanna og er meðlimur Sto:loh-þjóðarinnar, fædd 1950 í North Vancouver,
British Columbia. Hún hefur meðal annars skrifað bækurnar Sojourner’s Truth,
Sundogs, Ravensong, Bobbi Lee, Daughters Are Forever, Will’s Garden, Bent Box og I
Am Woman.
ÞVERMENNINGARLEGT EIGNARNÁM: VANDAMÁL oG SJÓNARMIð