Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Blaðsíða 135

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Blaðsíða 135
134 og blessaði skipgengan sjáinn. Hún geymdi sín vé og hof og hörg unz harðstjórn og fals voru dáin. Þessum hluta lýkur síðan með þeirri heitstrengingu að landsmenn muni vernda frelsið um ókomin ár og varna örlagaslysum, þ.e. glutra því ekki niður. Þriðja kvæðið, sem þekktast er og fjallar óbeint um Ísland í síðari heim- styrjöldinni, hefst á retorískri spurningu: „Hver á sér fegra föðurland?“ Þar er lögð áhersla á friðsæld í landinu, „svo langt frá heimsins vígaslóð“; þjóðin þekki hvorki „sverð né blóð“ heldur uni „grandvör, farsæl, fróð/ og frjáls – við yzta haf“. Í lokaerindinu er síðan borin fram sú endurtekna ósk að Íslands byggð verði aldrei framar „öðrum þjóðum háð“. Í fjórða kvæði ljóðaflokksins eru endurteknar þær hugmyndir sem áður hafa komið fram um land, þjóð og sögu og þjóðin hvött til að láta aldrei „fölskvast æskuglóð“ og „ríkja ró og vit“. Ljóðaflokkurinn er bygður á þeim viðhorfum og þeim þjóðernislegu goð sögnum sem þjóðernisbaráttumenn héldu að landsmönnum og dóttir Benedikts á Auðnum hefur að einhverju leyti kynnst þegar heima í föð- urgarði eins og hrifning Benedikts á kvæðinu „Bréfi til vinar míns“ ber vitni um. Þar er gerð grein fyrir landnámi í tíma og rúmi, kynstofninum, hetjuskap gullaldarinnar og sæmd, niðurlægingartímabili og síðan nýjum frelsistímum, nýrri gullöld, sem renni upp.57 Þetta er það form sem íslenska skólakerfið mótaði Íslandssöguna í, ekki síst Þingeyingurinn Jónas Jónsson frá Hriflu í Íslandssögu. Kennslubók handa börnum sem fyrst kom út 1915– 1916.58 Hér er líka sú staðalmynd af karlmanninum sem þjóðernisstefnan hafði búið til og haldið fram fornum hetjum, bóndanum, sjómanninum en ekkert vikið að konum þessa lands. Ekkert bendir heldur til þess að ljóð- mælandinn sé kona nema tilfinningahiti kvæðisins sé kvengerður. og þótt vikið sé að heimsstríðinu sem geisaði ber kvæðið öll merki þess að ljóð- mælandinn telji þjóðina búa norðan við stríð. Voru þó götur Reykjavíkur fullar af erlendum hermönnum um þessar mundir. Ekki er heldur vikið að því að frelsi þjóðarinnar var ekki meira en svo að lýðveldið var stofnað 57 Sjá Smith, Myths and Memories of the Nation, bls. 62–70. 58 Sjá Guðmundur Hálfdanarson, „,Stöndum sem einn veggur gegn öllu erlendu valdi.‘ Hugleiðingar um söguskoðun og íslenska fullveldispólitík“, Heimtur. Rit- gerðir til heiðurs Gunnari Karlssyni sjötugum, ritstj. Guðmundur Jónsson, Helgi Skúli Kjartansson og Vésteinn Ólason, Reykjavík: Mál og menning, 2009, bls. 146–159. úLfAR BRAGAson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.