Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Blaðsíða 135
134
og blessaði skipgengan sjáinn.
Hún geymdi sín vé og hof og hörg
unz harðstjórn og fals voru dáin.
Þessum hluta lýkur síðan með þeirri heitstrengingu að landsmenn muni
vernda frelsið um ókomin ár og varna örlagaslysum, þ.e. glutra því ekki
niður.
Þriðja kvæðið, sem þekktast er og fjallar óbeint um Ísland í síðari heim-
styrjöldinni, hefst á retorískri spurningu: „Hver á sér fegra föðurland?“
Þar er lögð áhersla á friðsæld í landinu, „svo langt frá heimsins vígaslóð“;
þjóðin þekki hvorki „sverð né blóð“ heldur uni „grandvör, farsæl, fróð/
og frjáls – við yzta haf“. Í lokaerindinu er síðan borin fram sú endurtekna
ósk að Íslands byggð verði aldrei framar „öðrum þjóðum háð“. Í fjórða
kvæði ljóðaflokksins eru endurteknar þær hugmyndir sem áður hafa komið
fram um land, þjóð og sögu og þjóðin hvött til að láta aldrei „fölskvast
æskuglóð“ og „ríkja ró og vit“.
Ljóðaflokkurinn er bygður á þeim viðhorfum og þeim þjóðernislegu
goð sögnum sem þjóðernisbaráttumenn héldu að landsmönnum og dóttir
Benedikts á Auðnum hefur að einhverju leyti kynnst þegar heima í föð-
urgarði eins og hrifning Benedikts á kvæðinu „Bréfi til vinar míns“ ber
vitni um. Þar er gerð grein fyrir landnámi í tíma og rúmi, kynstofninum,
hetjuskap gullaldarinnar og sæmd, niðurlægingartímabili og síðan nýjum
frelsistímum, nýrri gullöld, sem renni upp.57 Þetta er það form sem íslenska
skólakerfið mótaði Íslandssöguna í, ekki síst Þingeyingurinn Jónas Jónsson
frá Hriflu í Íslandssögu. Kennslubók handa börnum sem fyrst kom út 1915–
1916.58 Hér er líka sú staðalmynd af karlmanninum sem þjóðernisstefnan
hafði búið til og haldið fram fornum hetjum, bóndanum, sjómanninum en
ekkert vikið að konum þessa lands. Ekkert bendir heldur til þess að ljóð-
mælandinn sé kona nema tilfinningahiti kvæðisins sé kvengerður. og þótt
vikið sé að heimsstríðinu sem geisaði ber kvæðið öll merki þess að ljóð-
mælandinn telji þjóðina búa norðan við stríð. Voru þó götur Reykjavíkur
fullar af erlendum hermönnum um þessar mundir. Ekki er heldur vikið
að því að frelsi þjóðarinnar var ekki meira en svo að lýðveldið var stofnað
57 Sjá Smith, Myths and Memories of the Nation, bls. 62–70.
58 Sjá Guðmundur Hálfdanarson, „,Stöndum sem einn veggur gegn öllu erlendu
valdi.‘ Hugleiðingar um söguskoðun og íslenska fullveldispólitík“, Heimtur. Rit-
gerðir til heiðurs Gunnari Karlssyni sjötugum, ritstj. Guðmundur Jónsson, Helgi
Skúli Kjartansson og Vésteinn Ólason, Reykjavík: Mál og menning, 2009, bls.
146–159.
úLfAR BRAGAson