Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Blaðsíða 172
171
Kristjana Gunnars
Þvermenningarlegt eignarnám:
vandamál og sjónarmið
I N N G A N G U R A ð Þ Ý ð I N G U
Í fræðigreininni sem er þýdd að þessu sinni íhugar Kristjana Gunnars hvenær
– og hvort – höft skuli lögð á hugarflug rithöfunda og skálda. Greinin heitir
á frummálinu „Transcultural Appropriation: Problems and Perspectives“ og
kom út í bók hennar Stranger at the Door: Writers and the Act of Writing.1
Greinin hefur eflaust að einhverju leyti sprottið upp úr starfi Kristjönu sem
prófessor í skapandi skrifum við Albertaháskóla í Edmonton, Kanada. Titillinn
gefur til kynna að ekki sé einungis unnt að líta á menningu sem auðlegð í
bókstaflegri merkingu, í anda þess skilnings sem Pierre Bourdieu lagði í auð-
legðarhugtakið, heldur sé jafnframt hægt að taka þessa auðlegð „eignarnámi“
og „ræna“ henni frá öðrum menningarsvæðum eða einstaklingum, eða í það
minnsta „yfirfæra“ hana í nýja menningarheima eins og um fjármagn væri að
ræða. Kristjana bendir á að „eignaupptaka“ geti gengið í það minnsta í tvær
gagnstæðar áttir og veltir fyrir sér spurningum um peninga, siðferði, eignarrétt
og völd sem vakna þegar höfundar seilast yfir „landamæri“ og slá eign sinni á
táknmyndir sem tilheyra sjálfsmynd tiltekins einstaklings, kynþáttar eða menn-
ingarheims. Til að veita örlítið fyllri sýn á efni greinarinnar og samhengi hennar
mun ég stikla á stóru um reynslu Kristjönu sjálfrar sem innflytjanda og rithöf-
undar, og þeirri umræðu sem hún grípur inn í og svarar í grein sinni.
Kristjana er að sjálfsögðu ekki Vestur-Íslendingur, þótt hún deili reynslu
innflytjandans af rótleysi, menningar- og málrofi. Hún er íslenskur ríkisborg-
ari enn þann dag í dag, en er með fast landvistarleyfi sem innflytjandi í Kanada,
þar sem hún býr á Sunshine Coast í Bresku Kólumbíu. Kristjana er fædd á
Íslandi um miðja síðustu öld og ólst hér upp fram á unglingsár, dóttir Gunnars
1 Kristjana Gunnars, „Transcultural Appropriation: Problems and Perspectives“,
Stranger at the Door. Writers and the Act of Writing, Waterloo: Wilfrid Laurier
University Press, 2004, bls. 43–53.
Ritið 1/2014, bls. 171–189